7. fundur í hafnarmálaráði 30.06.20

7. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2020 

Þriðjudaginn 30. júní 2020 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu hafnarstjóra, Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

Unnar Sveinlaugsson B- lista mætti ekki

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

Dagskrá:

1. Fjármál – drög að fjárfestingaáætlun fyrir 2021.

Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála, rætt var um fjárfestingaáætlun og þá fjárhagsáætlunarvinnu sem framundan er.

 

2. Drög að samkomulagi við Tækniminjasafnið vegna Angró og Skemmu.

Fyrir fundinum lágu drög að samkomulagi, umræður um málið og hafnarstjóra falið að klára málið á sömu nótum og umræður á fundinum voru.

 

3. Lögreglustöðin í Ferjuhúsi – drög að leigusamningi.

Til umræðu á fundinum er leiguverð vegna aðstöðu lögreglunnar í ferjuhúsinu. Hafnar málaráð leggur til að leiguverðið verði 3000 kr. pr. m2 og felur hafnarastjóra í samstarfi við yfirhafnarvörð að ganga frá samningnum.

Einnig var til umræðu framtíðaraðstaða fyrir lögreglu, það mál er í vinnslu hjá FSR en vænta má frekari upplýsinga um málið á næstu vikum.

 

4. Samband íslenskra sveitarfélaga – 18.06.2020 – beiðni um fjárhagsupplýsingar.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Samband íslenskra sveitarfélaga – 10.06.2020- fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 423 og 424.

Lagðar fram til kynningar.

 

6. Cruise Iceland – fundargerðir stjórnar og aðalfundar frá 4. júní.

Lagðar fram til kynningar.

 

7. Rarik – drög að leigusamningi um húsnæði spennistöðvar í ferjuhúsinu.

Málið áfram í vinnslu.

 

8. Tollurinn- athugasemdir við aðstöðu við Bjólfsbakka.

Hafnarstjóra í samvinnu við yfirhafnarvörð falið að fylgja málinu eftir.

 

9. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, styrkur til orkuskipta – samningur.

Áfram í vinnslu.

 

10. Sjóvarnir við Sæból – staða mála.

Farið yfir stöðu mála, málið er í höndum Vegagerðarinnar.

 

 

Fundi slitið kl.17.57