7. fundur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga
7. fundur starfshóps um sameininu sveitarfélaganna Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps, haldinn þriðjudaginn 29. janúar 2019 á fjarfundarformi. Fundurinn hófst kl. 15:00.
Fundinn sóttu í gegnum fjarfundabúnað (Zoom): Björn Ingimarsson, Jón Þórðarson, Jakob Sigurðsson, Elvar Snær Kristjánsson, Gauti Jóhannesson, Anna Alexanderdóttir, Steinar Ingi Þorsteinsson Bergþóra Birgisdóttir, Ásdís Benediktsdóttir og Aðalheiður Borgþórsdóttir. Einnig Róbert Ragnarsson og Páll Björgvin Guðmundsson frá RR-ráðgjöf.
Björn bauð fundarmenn velkomna og fór svo yfir dagskrá fundarins.
1. Fundartímar og dagsetningar verkefna.
Lögð fram ný fundaáætlun og dagsetningar helstu fundatíma og verkefna. Fundarmenn sammála um að ef tíminn reynist knappur í starfshópum að endurskoða þá tímaáætlun. Rétt fundaáætlun liggur fyrir á sameiginlegu drifi verkefnissins á Excel formi.
2. Yfirferð á tilnefningum í starfshópa.
Sveitarfélögin hafa skipað í starfshópa en einhverjar breytingar verða gerðar, í síðasta lagi á morgun 30.janúar. Að því loknu verða send út fundarboð á þá aðila sem þá verða á listunum.
Þá voru settir formenn starfshópa og eru þeir eftirfarandi.
Fjármál og stjórnsýsla Björn Ingimarsson
Fræðslu og félagsþjónusta Anna Alexsanderdóttir
Umhverfis og skipulagsmál Elvar Snær Kristjánsson
Staða eigna og gatna og
veitur og önnur b hluta fyrirtæki. Gauti Jóhannesson
Íþrótta og tómstundamál Helgi Hlynur Ásgrimsson
Menningarmál Þorbjörg Sandholt
Þau verkefni sem starfshópurinn vinnur beint með verður stýrt af Birni Ingimarssyni.
Helstu verkefni formanna.
a) Boða og fundarstýra fundum starfshópa.
b) Tengiliðir við verkefnastjóra vegna vinnu starfshópa.
c) Fá til starfa úr starfshópi ritara.
d) Skila í samvinnu við ráðgjafa skýrslu um vinnu og niðurstöður viðkomandi hóps.
Verkefnisstjórum falið að boða starfshópa til fyrstu funda 4. og 5. febrúar næstkomandi.
3. Sniðmát verkefna
Farið yfir sniðmát verkefna og lýsingu þeirra verkefna sem framundan eru og gerðar smávægilegar breytingar. Gögnin eru aðgengileg í Dropbox möppunni Starfshópar málaflokka. Starfshópar hafa svigrúm til að útfæra lykilspurningar, án þess þó að missa sjónar á markmiði verkefnisins.
4. Heimasíða
Farið yfir tilboð sem bárust í að vinna heimasíðu fyrir verkefnið. Tilboð bárust frá Stefnu, PES, Austurneti, Sigrúnu Júníu og Hype.
Verkefnisstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, að því gefnu að hann hafi tíma til að klára verkefnið fyrir 15. febrúar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:16.50.
Páll Björgvin Guðmundsson og Róbert Ragnarsson rita fundargerð.