8. fundur í fræðslunefnd 27.11.18

Fundargerð 8. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2018.

Þriðjudaginn 27.nóv 2018 kom  fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í  íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst  fundurinn kl. 16:15.

 

Fundinn sátu:

Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista,

Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,

Gunnar Sveinn Rúnarsson L- lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

Ingvar Jóhannsson B- lista,

Mætt vegna liðar 1-5

Svandís Egilsdóttir skólastjóri

Ágústa Berg Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar, Hólmfríður Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar.

Fundargerð ritaði Inga Þorvaldsdóttir.

 

Dagskrá:

 

1. Sumarlokun leikskólans Sólvalla sumarið 2019

Sumarlokun leikskólans til umræðu. Skólastjóri óskar eftir því að sumarlokun leikskólans verði í 4 vikur frá og með þriðjud. 9. Júlí til þriðjud. 6. ágúst 2019. Leikskólinn opnar eftir hádegi 6.ágúst

Fræðslunefnd samþykkir sumarlokun leikskólans Sólvallar fyrir sitt leyti“

 

2. Starfsþróunaráætlun Seyðisfjarðarskóla 2019-2021

Skólastjóri lagði fram uppfærða Starfsþróunaráætlun Seyðisfjarðarskóla 2019-2021 .Áætlunin er sameiginleg starfsþróunar- og endurmenntunaráætlun fyrir leikskóla-og grunnskóla-og listadeild Seyðisfjarðarskóla. Umræða. Skólastjóri greindi m.a. frá því að nálgast má símenntunaráætlun Seyðisfjarðarskóla á vefsíðu skólans.

 Fræðslunefnd samþykkir uppfærða starfsþróunaráætlunina fyrir sitt leyti“

 

3. Fjárhagsáætlun viðaukar

Svandís kynnti fyrir nefndarmönnum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

Viðauki kemur vegna veikinda starfsmanna og mikilla afleysinga.

Umræður um starfsmannamál.

 

Hér viku  Hólmfríður og Ágústa af fundi

 

4. Erindi sem borist hafa

4.1Dagur gegn einelti 8.nóv.2018  Menntamálastofnun 30.10.2018 - Kynnt

4.2 Áætluð framlög vegna nýbúafræðslu 2018. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

      Samband íslenskra sveitarfélaga 13.11.2018  - Kynnt

4.3 Námskeið fyrir skólanefndir (Dagskrádrög) 1.nóv 2018.

       Samband íslenskra sveitarfélaga. – Bára Mjöll Jónsdóttir fylgdist með námskeiði fyrir skólanefndir í gegnum netið og kynnti námskeiðið efnislega fyrir nefndarmönnum.

4.4 Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4.og 7.bekk. Menntamálastofnun 21.11.2018

Umræður,skólastjóri greindi frá niðurstöðum  samræmdra prófa.

 

Hér vék Svandís af fundi

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:17.