8. fundur í hafnarmálaráði 28.07.20

8. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2020

Þriðjudaginn 28. júlí 2020 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu hafnarstjóra, Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 16:15 .

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista mætti ekki. Skúli Vignisson D-lista mætti undir liðum 2 og 3.

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri,

Unnar Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B- lista.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Samkomulag vegna Angró og kauptilboð í Skemmu – Undir þessum lið mæta forstöðumaður Tækniminjasafnsins Zuhaitz og formaður stjórnar safnsins Skúli Vignisson.

Farið var yfir drög að samkomulagi vegna Angró og Skemmu. Samkomulag hefur náðst varðandi Angró sem verður lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Áfram er unnið að samkomulagi vegna Skemmunnar. Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir og að leggja fram samningsdrög fyrir næsta fund Hafnarmálaráðs.

 

Zuhaitz og Skúli viku af fundi kl. 16:50

 

2. Hafnarsambandsþing – fundarboð.

Skúli Vignisson situr fundinn undir lið 2 og 3 sem varamaður í fjarveru Oddnýjar B Daníelsdóttur.

Fulltrúar Seyðisfjarðarhafnar á Hafnarsambandsþingi verða Hafnarstjóri, Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður og Þórunn Hrund Óladóttir formaður. Oddnýju Björk Daníelsdóttur og Guðjóni Má Jónssyni stendur einnig til boða að sitja þingið.

 

3. Aðstaða lögreglu á Seyðisfirði.

Að gefnu tilefni áréttar Hafnarmálaráð að bókun frá 22.01.2019 er enn í fullu gildi. Hafnarmálaráð hefur áhuga á að taka upp viðræður um framtíðar húsnæðismál lögreglunnar á Seyðisfirði en hugnast ekki valkostur 2 sem birtist í drögum að frumathugun FSR frá 20.04.2018 sem lagður  hefur verið til grundvallar.

Hafnarmálaráð býður forsvarsmönnum FSR og lögreglunnar á Austurlandi til viðræðna um málið sem fyrst.

 

 

Fundi slitið kl. 17:50.