9. fundur í hafnarmálaráði 01.10.19

9. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019 

Þriðjudaginn 1. október 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44.  Hefst  fundurinn kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B- lista

  

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 

Dagskrá:

1. Fjármál – Yfirhafnarvörður, Rúnar Gunnarsson, boðaður á fundinn undir þessum lið.

Farið var yfir ýmis atriði er tengjast fjármálum hafnarinnar, fjárhagsramma, gjaldskrá og starfsáætlun.

Málið áfram í vinnslu.

 

2. Minnisblað frá Hafnarfundi – Rúnar Gunnarsson

Yfirhafnarvörður fer yfir minnisblað frá fundi Hafnarsambands Íslands þann 27. september sl. 

Rúnar yfirgaf fundinn kl. 17:14

 

3. Króli – staða mála.

Viðgerð á flotbryggjunni mun fara af stað á næstu dögum, Verkís mun hafa eftirlit með viðgerðinni fyrir hönd Seyðisfjarðarhafnar.

 

4. Angró - staða mála . 

Beðið er eftir lóðarblaði frá byggingarfulltrúa svo hægt sé að ganga frá lóðarsamningi.

 

5. Smyril Line – minnisblað frá fundi með framkvæmdastjórum Smyril Line 24. september sl.

Hafnarstjóri fór yfir minnisblaðið, á fundinum var m.a. góð umræða um raftengingu Norrænu í Seyðisfjarðarhöfn. Efla hefur unnið áætlun varðandi málið fyrir Seyðisfjarðarhöfn og Smyril Line.

 

Hafnarmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti að fara í að raftengja Norrænu og felur hafnarstjóra að forvinna málið.

 

6. Viðaukar.

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019: 

Viðauki nr. 9, Deild 4101 Almenn hafnargjöld (Hafnarsjóður): Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, tekjur samtals 10.000.000 króna.

Viðauki nr. 10, deild 4250, Eignir: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 30.000.000 króna. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni: 42-BJÓL útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 38.000.000 krónur. 42-HAFN útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 8.000.000 krónur (Lækkar úr 30.000.000 króna niður í 22.000.000 króna.)

Nettóbreyting viðauka nemur 10.000.000 tekjumegin í reikningshaldi kaupstaðarins. Viðaukanum er mætt með lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 20.000.000 króna.

 

7. Sjóvarnir við Sæból.

Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

 

8. Strandarsíldarbryggja. 

Hafnarmálaráð ítrekar mikilvægi þess að brugðist verði við ástandi bryggjunnar hið fyrsta. Mikil hætta stafar af bryggjunni fyrir sjófarendur sem og aðra sem um svæðið fara. Þinglýstir eigendur bryggjunnar; Byggðastofnun, eru því hvattir til að bregðast við hið fyrsta.

Hafnarstjóra falið að skoða lagalega stöðu sveitarfélagsins varðandi málið.

 

9. Minnisblað frá Hamborg – Hafnarstjóri. 

Hafnarstjóri fór á skemmtiferðaskipakaupstefnu fyrir hönd Seyðisfjarðarhafnar í Hamborg 11. – 13. september sl.  og lagði fram minnisblað þar að lútandi.

Hafnarmálaráð tekur undir hugmynd hafnarstjóra með að marka stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa til framtíðar og vísar hugmyndinni til gerðar fjárhagsáætlunar.

 

10. Samband íslenskra sveitarfélaga 02.09.2019. 

10.1. 14. og 15. fundargerð siglingaráðs.

Lögð fram til kynningar.

10.2. Leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa.

Vísað til yfirhafnarvarðar.

10.3. Samantekt af fundi samstarfsnefndar Fiskistofu og Hafnarsambands Íslands.

Lagt fram til kynningar.

10.4. Fundargerð 414. fundar hafnarsambands.

Lögð fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 19.30.