Ærslabelgur

Biðin senn á enda

Gaman er að geta sagt frá því að í morgun var mælt út fyrir ærslabelgnum, sem ansi margir eru farnir að bíða óþreyjufullir eftir. Á mánudaginn verður grafið fyrir honum og unnið áfram í að koma honum niður. Það er því loksins óhætt að segja að það verði hægt að hoppa þegar líður á næstu viku.

Foreldrar eru beðnir að taka vel í það ef óskað verður eftir aðstoð við að klára málið endanlega.

Bestu kveðjur frá stjórnum foreldrafélaga grunn- og leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla.