51. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 14.03.19
Fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar nr. 51
Haldinn var fundur í atvinnu- og framtíðarmálanefnd fimmtudaginn 14. mars 2019. Hófst fundurinn kl. 16:15.
Mætt á fundinn:
Guðni Sigmundsson, í fjarveru Rúnars Gunnarssonar, formanns L-lista
Ósk Ómarsdóttir, varaformaður L-lista
Sævar Jónsson, frá atvinnulífinu
Ingvar Jóhannsson í fjarveru Snorra Jónssonar, áheyrnafulltrúi B-lista
Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Bendikta Guðrún Svavarsdóttir og Skúli Vignisson boðuðu forföll og láðist að boða varamenn.
Dagskrá:
1. Erindi frá Þórbergi Torfasyni. Þórbergur fer sögu og stöðu reksturs á sínu fyrirtæki og óskar eftir stuðningsyfirlýsingu frá sveitarstjórn.
Seyðisfjörður er ferðaþjónustubær og skipta öll fyrirtæki miklu máli fyrir rekstur í samfélaginu sem heild. Því lýsir atvinnu- og framtíðarmálanefnd yfir stuðningi sínum við Þórberg Torfason og fyrirtæki hans Austursigling ehf. Austursigling er eitt af fjölmörgu fyrirtækjum sem skipta okkur máli í heildarmyndinni en hefur þá sérstöðu að vera eitt af fáum fyrirtækjum í bænum sem býður upp á sjóferðir fyrir ferðamenn á sumrin. Það gerir hans fyrirtæki enn mikilvægara fyrir fjölbreytni og úrval á afþreyingu á Seyðisfirði. Nefndin hvetur bæjarráð til að veita Þórbergi Torfasyni stuðningsyfirlýsingu.
2. Heilsueflandi samfélag. Lagt fram til kynningar og erindið aftur tekið fyrir á næsta fundi.
3. Húsnæðisáætlun og húsnæðiskönnun. Húsnæðiskönnun hefur verið send til íbúa og er skilafrestur til 22. mars. Óskað var eftir upplýsingum um fermetraverð félagslegra íbúa í nærliggjandi sveitarfélögum og samvæmt upplýsingum sem fengust virðist fermetraverð á Seyðisfirði vera á svipuðu róli. Húsnæðisáætlun er enn í vinnslu verður hægt að klára hana þegar niðurstöður birtast úr húsnæðiskönnuninni.
4. Önnur mál. Engin önnur mál tekin fyrir.
Ekki fleira tekið fyrir
Fundi slitið 17:25.