43. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 14.11.17

43. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar

Boðað var til fundar þriðjudaginn 14. nóvember kl. 11:00  í atvinnu- og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðar í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar.

Mætt á fundinn: Arnbjörg Sveinsdóttir, Snorri Jónsson, Anna Guðbjörg Sveinsdóttir, Guðjón Már Jónsson og Dagný Erla Ómarsdóttir sem ritaði fundargerð. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir boðar forföll.

Einnig var boðaður hópur sem starfar með nefndinni að málefnum sem snúa að þeirri stöðu sem upp er komin í húshitunarmálum í Seyðisfjarðarkaupstað. Hópurinn er skipaður þeim Elfu Hlín Pétursdóttur, Páli Guðjónssyni, Vilborgu Borgþórsdóttur, Cecil Haraldssyni, Ólafi Birgissyni og Unnari Sveinlaugssyni.

Á fundinn mættu einnig Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.

Dagskrá:

Álit Guðmundar og Björns á þessu máli.

Björn: Fljótsdalshérað hefur horft til tengingar hitaveitu og almennrar vatnsveitu fyrir Seyðfirðinga í tengslum við göngin. Í báðum tilfellum er umfram afkastageta hjá þeim. Hvoru tveggja sem er hlutur sem þarf að skoða alvarlega

Staðan núna er sérstök, að rekstraraðili veitunnar skuli benda á það að það sé ekki hægt að halda áfram af því að lagnakerfið sé úrelt og ónýtt: ekki boðlegt að hans mati – að þessu sé ekki viðhaldið. Lagnakerfið á Egilsstöðum er ekki yngra en því er viðhaldið.

Guðmundur: fer yfir gögn sem gerð voru fyrir nokkrum árum... forsendur: rekstrarforsenda 2014 / > framkvæmd upp á milljarð.

Ræðir um framkvæmd á Einarsstöðum sem gekk vel, dæmi sem gekk upp. 12 km lögn – 90 hús

Hefur ekki enn lokað á leitina, þó þetta sé kalt svæði. Líkurnar að aukast að Djúpivogur sé að hitaveituvæðast

Finnst ótrúlegt að Rarik hafi staðið svona að málinu og ekki sinnt viðhaldi og ætli að hlaupa frá þessu eftir öll þessi ár. Ef hann væri áhrifavaldur hér í bænum þá væri það skýrlaus krafa að þetta fyrirtæki gengi fullum fetum og endurbæti þetta kerfi og skili bænum því þannig !

Alltof fljótt að strika yfir það að hitaveita gæti verið hér á þessu svæði.

Þegar jarðgöngin koma þá muni samleið þessara sveitarfélaga aukast margfalt – sérstaklega veitumálum, sorpi ofl.

Áskorun til Seyðfirðinga: að sjá þessar lagnir endurnýjaðar, miklar framfarir í alls konar heitavatns fjarvarmaveitum, hann telur það mikla afturför að leggja kapal í hvert hús, túpu o.þ.h.

Abba: spyr um dreifikerfið, hvort það ég hægt að nota dreifikerfið okkar beint? Getum við tengst beint við tvöfalda kerfið? Guðmundur sér ekki í fljótu bragði að það sé ekki hægt – en getur ekki svarað því almennilega núna.

Varðandi vatnsmagnið á Egs: eins og staðan er í dag á vatnið að vera nægilegt. Framtíðarsýn: nýja lögnin við Flugvallaveginn, hún er tilbúin til tengingar við Seyðisfjörð

Vilhjálmur: Skiptir máli hvar gangnamuninn er staðsettur?: skiptir máli en ekki sköpum – fyrir hitaveituna er betra að fara í gegnum Miðhús

Unnar: kalda vatnið, hvað eigiði mikið > hvað þurfum við mikið? – Þeir segjast eiga nóg af vatni á Héraði

Guðmundur: vatnsnotkun fer einnig eftir því hversu heilbrigt kerfið er (60 sek/ltr)

Cecil: spurningar um lögnina, tvöfalda kerfið – hver á að gera við ef bilar : Hitaveitunnar (þ.e. utanhúss)

Páll: Gæti hitaveitan E og F tekið yfirtekið þessa hitaveitu þangað til göngin kæmu? (í staðinn fyrir að Rarik fjarlægi alla brunna)

Björn: fyrstu viðbrögð, ekki útilokað. En algjör forsenda fyrir því að það væri komin dagsetning á göngum ! Guðmundur sammála því – öðruvísi mál ef það væri komin föst dagsetning. Væri jafnvel hægt að búa til fyrirtæki, krefja Rarik um skaðabætur og laga þessar lagnir. Margt til í þessu, hans bjartasta trú er að sjá þessi sveitarfélög sameinist. Eða endurstofna Hitaveitu Seyðisfjarðar... mörg útfærsluatriði.

Abba: annað í þessu, tímabil sem við þurfum að dekka – gætu þeir hugsað sér að útvíkka þeirra sérfræðisvið og reka varmadælu-hitaveitu (sbr. eins og í Vestmanneyjum sem fékk styrk frá ríkinu) > Guðmundur sér það alveg fyrir sér

Cecil: gæti hitaveitan séð um reksturinn án þess að vera með fjárhagslega ábyrgð – erfitt að svara því en ekki fráleitt að reyna að ná saman varðandi það. T.d. samnýta rekstrarlega þekkingu, sérfræðisvið og annað.

Björn: hvers lags upplýsingar liggja fyrir varðandi hversu miklar skemmdir eru á lögnum/brunnum. Palli: brunnarnir, einstaka heimtaugar á ýmsum stöðum sem verið er að laga aftur og aftur (í staðinn fyrir að skipta um heimtaug). Gamli Austurvegurinn: nánast ónýtur. Kerfið í sjálfu sér ekki ónýtt en það eru komnir veikir punktar. Eru ekki með nein tæki og tól til að finna leka, hægt að stórlaga kerfið ef það yrði gert. Lekinn um 19 tonn. 240 hún tengd við kerfið. 66 tengdir rafmagni. Sjaldan sem kerfið bilar norðanmegin. Veikir punktar sem þyrfti að fara yfir. Brunnarnir hér eru það litlir að það væri hægt að skipta þeim út (fyrir jarðlögn..?)

Ýmislegt fleira rætt í þessum dúr.

Næstu skref:

Erindi til Hitaveitunnar frá nefndinni til að hægt sé að hafa eitthvað í höndunum

Erindi til ráðuneytisins í vinnslu

Fundi slitið kl. 12:25.