45. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 15.02.18

45. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefnd

Boðað var til fundar fimmtudaginn 15. febrúar 2018 kl. 16.15. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofunni að Hafnargötu 44.

Mætt: Arnbjörg Sveinsdóttir, Snorri Jónsson, Anna Guðbjörg Sveinsdóttir, Guðjón Már Jónsson, Gunnar Sverrisson og Dagný Erla Ómarsdóttur undir lið 4(1) ásamt Jónínu Brá Árnadóttur, sem starfar með nefndinni.

Fundur hófst kl. 16:22.

Formaður óskar eftir afbrigðum við dagskrá þannig að liður fjögur verði tekin fyrir fyrst. Samþykkt af öllum viðstöddum.

Dagskrá:

1. Stefnumótunarverkefni Seyðisfjarðarkaupstaðar
Dagný Erla Ómarsdóttir kynnti stöðuna er varðar stefnumótunarverkefni fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Áætluð verklok er um miðjan apríl með bráðabrigðaskýrslu til bæjarráðs.

Dagný Erla Ómarsdóttir vék af fundinum.

 

2. Húsnæðismál – Íbúðalánasjóður

Vilhjálmur Jónsson kom inn á fundinn til að kynna stöðu mála.

Atvinnu- og framtíðarmálanefnd hvetur til að vinnu við húsnæðisáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar og sameiginlegum húsnæðisáætlunum sveitarfélaga á Austurlandi verði lokið sem fyrst.

3. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.
Til kynningar.

 

4. Orkumál
Til kynningar.

Vilhjálmur Jónsson vék af fundinum.

 

Fundi slitið kl. 18:13.