44. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar 27.11.17

44. fundur atvinnu- og framtíðarmálanefndar

Boðað var til fundar mánudaginn 27. nóvember 2017 kl. 17:00  í atvinnu- og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðar í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar.

Mætt á fundinn: Arnbjörg Sveinsdóttir, Snorri Jónsson, Anna Guðbjörg Sveinsdóttir, Guðjón Már Jónsson, Gunnar Sverrisson í fjarveru Hönnu Christelar Sigurkarlsdóttur,  Dagný Erla Ómarsdóttir sem ritaði fundargerð og Vilhjálmur Jónsson.

Einnig var boðaður hópur sem starfar með nefndinni að málefnum um húshitunarmál Seyðisfjarðarkaupstað. Á fundinn mættu Elfa Hlín Pétursdóttir, Páll Guðjónsson, Cecil Haraldsson, Ólafur Birgisson og Unnar Sveinlaugsson. Vilborg Borgþórsdóttir boðar forföll.

Dagný óskar eftir afbrigði að taka fyrir erindi um umboðsmann Náttúrunnar á Seyðisfirði. Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

1. Hitaveitumál.

Farið yfir stöðuna og það sem rætt var um á síðustu tveimur fundum. Vilhjálmur fær orðið og segir frá svari sem hann fékk frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Eftir fund hjá ráðuneytinu var ákveðið að stofna teymi innan þess sem myndi meta stöðuna og mögulegar lausnir. Fyrirhugað er að halda íbúafund eftir að teymisvinnu og greiningu lýkur og þar verði kynntir helstu möguleikar í stöðunni, kostir þeirra og gallar.

Kl. 18:00 viku aðrir en nefndarmenn af fundi.

2. Stefnumótun til framtíðar.

Arnbjörg fer yfir gögn sem gerð voru á árunum 2012-2013. Nefndin ákveður að starfsmaður fari yfir gögnin sem fyrir eru og geri stöðuskýrslu sem nefndin síðan fer yfir um miðjan febrúar. Stefnt að því að koma þessu á þann stað að það sé aðgengilegt fyrir þau sem taka við nefndinni eftir sveitastjórnarkosningar og að nýja nefndin geti haldið áfram með vinnuna.

3. Afbrigði varðandi Umboðsmann náttúrunnar.

Leitað er eftir stuðningi nefndarinnar við umsókn til Uppbyggingasjóðs Austurlands um átaksverkefni til fjögurra mánaða er nefnist „Umboðsmaður náttúrunnar á Seyðisfirði“. Nefndin lýsir stuðningi við tillöguna.

 

Fundi slitið kl. 19:00.