Bæjarráð 01.03.17

2388.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 1.03.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð umhverfisnefndar frá 27.02.17.

Vegna liðar 2 í fundargerðinni „Vesturvegur 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar“, leggur bæjarráð svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Með vísan til umsagnar umhverfisnefndar sem er svohljóðandi „Umhverfisnefnd sér sér ekki fært að samþykkja þessa breytingu með vísan til nýrra laga um veitinga- og gististaði“, telur bæjarstjórn ekki unnt að veita jákvæða umsögn um umsóknina“.

Vegna fyrirspurnar í lið 7 í fundargerðinni „Afbrigði, skiltamál“ felur bæjarráð bæjarstjóra að svara henni.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 14.02.17. Beiðni um upplýsingar vegna stefnumótunar í fiskeldi.

Lögð fram drög að svari kaupstaðarins vegna beiðni um upplýsingar vegna stefnumótunar í fiskeldi. Farið yfir beiðnina og efnisatriði hennar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda svar kaupstaðarins.

2.2. Viðlagatrygging 20.02.17. Náttúruhamfaratrygging opinberra mannvirkja.

Í erindinu er áréttað mikilvægi þess að Viðlagatrygging fái allar upplýsingar um breytingar vegna trygginga mannvirkja sem ber að tryggja hjá Viðlagatryggingu. Lagt fram til kynningar.

2.3. Skipulagsstofnun 22.02.17. Matsáætlanir fyrir laxeldi í Mjóafirði, Norðfjarðarflóa, Seyðisfirði og Stöðvarfirði.

Í erindinu er gerð grein fyrir afturköllun ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 14.02.17, vegna ofangreindra matsáætlana og tilkynnt um nýjar ákvarðanir dagsettar 17.02.17, sem koma í stað fyrri ákvarðana. Í hinum nýju ákvörðunum er ákveðið að í frummatsskýrslu þurfi að gera grein fyrir niðurstöðum af alhliða kortlagningu Hafrannsóknarstofnunar á útbreiðslu laxfiska í ám á Austfjörðum, enda liggi hún fyrir.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 25.02.17. Boðun XXXI. landsþings sambandsins.

Í erindinu er boðað til XXXI. landsþings sambandsins sem verður haldið 24. mars næstkomandi.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 8. fundar fagráðs fráveitna Samorku frá 1.12.16.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð 1. fundar fagráðs fráveitna Samorku frá 10.01.17.

Lögð fram til kynningar.

3.3. Fundargerð 152. fundar félagsmálanefndar frá 22.02.17.

Lögð fram til kynningar.

3.4. Fundargerð 3. fundar samgöngunefndar SSA 2016-2017.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Ungt Austurland – samþykktir og kynning.

Lögð fram glærukynning á samtökunum Ungt Austurland og samþykktir samtakanna. Bæjarráð tók jafnframt fyrir að nýju styrkbeiðni samtakanna sem lá fyrir fundi ráðsins þann 8. febrúar síðastliðinn.

Bæjarráð samþykkir beiðni samtakanna um styrk að upphæð 50.000 krónur af lið 2159-9991.

 

5. Viðtalstímar bæjarfulltrúa og íbúafundir.

Rætt um viðtalstíma, íbúafundi og fleiri samskiptaleiðir.

Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga um samráðsvefi þar sem íbúum gefst kostur á að koma hugmyndum sínum og ábendingum á framfæri.

 

6. Flutningur á bókasafni.

Farið yfir undirbúning vegna flutnings og sameiningar bókasafnsins úr Herðubreið og skólabókasafnsins í Seyðisfjarðarskóla. Kynnt drög að samkomulagi Seyðisfjarðarskóla við sjálfboðaliðasamtökin Seeds um þátttöku í verkefninu.

Bæjarráð fagnar þeim farvegi sem verkefnið er komið í.

 

7. Hafnargata 11.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fjármála- og efnahagsráðherra og Húsahótel um málið.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:07.