Bæjarráð 04.01.17

2382.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 4.01.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Samband íslenskra sveitarfélaga 22.12.16. Fjórtánda fund EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins í Brussel 14.-15. nóvember 2016.

Lagt fram til kynningar.

1.2. Ríkiskaup 22.12.16. Þátttaka í rafrænu útboðskerfi.

Lagt fram til kynningar.

 

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. Fundargerð sameiginlegs fundar samstarfsnefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.

Lögð fram til kynningar.

 

3. Aðalskipulagsbreyting, landnotkun á Vestdalseyri.

Farið yfir lauslegt frummat á mögulegum kostnaði við skipulagsvinnu miðað við áform um breytingu á landnýtingu fyrir Vestdalseyri í aðalskipulagi. Jafnframt rætt um tíma sem ætla má að ferlið geti tekið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að unnin verði frekari stefnumótun um verkefnið á grundvelli umsagna áður en næstu skref verði ákveðin og að málið verði sérstaklega á dagskrá fundar bæjarstjórnar.

 

4. Fjármál 2016.

Beiðnir frá Sýslumanninum á Austurlandi um samþykkt fyrir færslu gjalda að upphæð krónur 364.651 í afskriftareikning lögð fram til kynningar.  

 

5. Gjaldskrár 2017.

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám fyrir grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla, tjaldsvæði og bæjarskrifstofu.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2017 fyrir:

  1. Grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla
  2. Tjaldsvæði
  3. Bæjarskrifstofu“.

 

6. Reglur um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings hjá Seyðisfjarðarkaupstað.

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings hjá Seyðisfjarðarkaupstað“.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:31.