Bæjarráð 05.04.18

Fundargerð 2426. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Fimmtudaginn 05.04.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00.  

Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð umhverfisnefndar frá 26.03.18.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar nr. 4. Í fundargerðinni „BR tilkynning fundargerð 2422-1.2 breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifum“ að vísa niðurstöðu nefndarinnar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar nr. 6 í fundargerðinni „Strandarvegur 21 umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Nord Marina“ að vísa honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar nr. 8 í fundargerðinni „Bréf frá eigendum Oddagötu 4B.“ að: fela bæjarverkstjóra að gera við slitlag götunnar, að vísa umfjöllun um gatnagerð og fjármögnun til bæjarstjórnar. Snjómoksturkort er í endurskoðun hjá kaupstaðnum m.a. með tilliti til athugasemda sem borist hafa m.a. frá bréfriturum.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Samorka 28.03.18. Skipan fulltrúa í Greiningarhóp Samorku.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Samtök sjávarútvegssveitarfélga 29.03.17. Fundur um fiskeldisstefnu sjávarútvegssveitarfélaga.

Í erindinu er boðað til fundar um fiskeldisstefnu samtakanna föstudaginn 27. apríl næstkomandi. Drög að stefnu lögð fram ásamt fundarboði, trúnaðarmál.

Bæjarstjóri verður fulltrúi kaupstaðarins á fundinum.

2.3. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 28.03.18. Sorporkustöð á Vestfjörðum.

Lögð fram til kynningar.

2.4. Erling Arnar Óskarsson 3.04.18. Vesturvegur 8. breyting/stækkun lóðar.

Ásamt erindinu er lagt fram mæliblað með breytingu/stækkun lóðar og mæliblað af lóðinni eins og hún er nú.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða beiðni um breytingu/stækkun lóðar Vesturvegar 8.“

2.5. Daníel Björnsson 03.04.18. Fyrirspurn um ráðstöfun framlags vegna tjóns vegna skriðufalla.

Í erindinu er spurt um ráðstöfun framlags til einstakra verkþátta við hreinsun.

Verkefnum vegna hreinsunar og viðgerða er ekki lokið og liggur því niðurstaða ekki fyrir. Útgjöld hafa ekki verið greind í bókhaldi eftir hreinsun einstakra lóða, farvega eða tjóna. Verkefnin hafa verið unnin í samræmi við samantekt sem framlag ríkisins var veitt til. Þau verkefni sem unnið hefur verið við eru: Hreinsun farvega Dagmálalækjar og Búðarár, ræsi brýr í Dagmálalæk og Landamótaá, hreinsun skriðu í Þófalæk (Flísahúsalæk), hreinsun nokkurs fjölda lóða. Eftir er að vinna frekari hreinsun, lagfæringu á skriðu úr Flísahúsalæk, frágangur efnis úr hreinsunum o.fl.

2.6. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 26.03.18. Ársreikningur 2016 og viðaukar við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman umbeðnar upplýsingar og svara fyrirspurn Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

 

3. Fjármál 2018.

Farið yfir ýmiss atriði vegna fjármála 2018.

 

4. Húsnæðisáætlun.

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun.

Bæjarráð samþykkir að vísa drögunum til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir reglur Seyðisfjarðarkaupstaðar um stofnframlög til almennra íbúða.

 

5. Ársreikningur 2017.

Lögð fram drög að ársreikningi fyrir árið 2017 fyrir fyrirtæki, sjóði og stofnanir kaupstaðarins – trúnaðarmál. Farið yfir helstu niðurstöður og skýringar.

Bæjarráð samþykkir drögin og leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir ársreikning 2017 til síðari umræðu.“

 

6. Starfsmannamál.

Bæjarstjóri greindi frá því að Jónína Brá Árnadóttir væri komin í leyfi og Dagný Erla Ómarsdóttir tekin við starfi atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa.

 

7. Skoðanakönnun.

Bæjarráð vann úr innsendum svörum sem bárust vegna skoðanakönnunar um hug íbúa á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs til samvinnu og/eða sameiningar sveitarfélaganna sem um ræðir. Niðurstaða send samstarfsnefnd sveitarfélaganna um samstarf sem mun kynna niðurstöður.

 

8. Svæðisskipulag – Skipulagshönnun.

Fram fer umræða um fyrirkomulag skipulagshönnunar svæðisskipulags Austurlands.

 

9. Styrkvegaumsókn 2018.

Bæjarráð samþykkir að sækja um styrki í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar á sömu forsendum og á síðasta ári, að viðbættum veginum að Skíðaskálanum í Stafdal.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:19.