Bæjarráð 07.06.17

2398. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 7.06.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 29.05.17.

Ásamt fundargerðinni liggur fyrir erindi frá Seyðisfjarðarskóla vegna liðar 5 í fundargerðinni.

Vegna liðar 5 í fundargerðinni heimilar bæjarráð fræðslunefnd, í samvinnu við skólastjóra, að útfæra tillögu skólastjóra innan fjárheimilda fjárhagsáætlunar og leggja fyrir bæjarráð.

Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 30.05.17.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 2, „Angro, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi“ til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 3, „Lunga, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi“ til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 4, „Borgarfjarðarhreppur skipulagstillaga á vinnslustig umsagnarbeiðni“ til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 5, „Fljótsdalshérað  skipulagstillaga á vinnslustig umsagnarbeiðni“  til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir vegna tillögu umhverfisnefndar í lið 7 í fundargerðinni, „BR 2397 1.1. Forvarnir - umferðaröryggi“  að óska eftir nánari upplýsingum um málið.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 8, „Oddagata beiðni um lokun götu“ að fela umhverfisnefnd og bæjarverkstjóra að vinna að málinu í samræmi við hugmyndir nefndarinnar.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 15, „Afbrigði varðandi hreinsunardag“ að fela umhverfisnefnd í samvinnu við bæjarverkstjóra að skipuleggja og auglýsa hreinsunardag og sjá um framkvæmd hans eins og verið hefur.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Alþingi 26.05.17. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 289.mál.

Lagt fram.

2.2. Samorka 29.05.17. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2017.

Í erindinu er óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna atvinnulífsins. Frestur til að tilnefna er til 12. september næstkomandi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.

2.3. Austurbrú 30.05.17. Fundir - ferðaþjónusta.

Lagt fram fundarboð vegna fundar með SAF, fjármála- og efnahagsráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

2.4. Íbúðalánasjóður 24.05.17. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.

Lagt fram.

2.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 31.05.17. Framlengdir frestir vegna þingmála – til 23. júní.

Lagt fram.

2.6. Ólafur Hr. Sigurðsson 1.06.17. Aðgangur nemenda með grunnnámskeið í líkamsþjálfun að líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni.

Í erindinu er óskað eftir aðgangi nemenda á unglingastigi sem lokið hafa grunnnámskeiði í líkamsþjálfun við Seyðisfjarðarskóla að líkamsræktaraðstöðu kaupstaðarins.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu með fyrirvara um samþykki foreldra.

2.7. Dómsmálaráðuneytið 1.06.17. Lögreglusamþykkt.

Í erindi dómsmálaráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið hefur farið yfir lögreglusamþykkt sem ráðuneytinu barst með bréfi dagsettu 17. nóvember 2015. Ráðuneytið gerir eftirfarandi athugasemdir við samþykktina:

  1. Í 1. gr. komi „lögreglusamþykkt“ í stað samþykkt.
    1. Í 32. gr. er rétt að vísa til laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 í stað laga um meðferð opinberra mála.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir lögreglusamþykkt frá 2015 með breytingum í samræmi við  athugasemdir dómsmálaráðuneytisins samanber bréf ráðuneytisins dagsett 1. júní 2017.“

2.8. Samorka 02.06.17. Skipan í faghóp Samorku um verkefnastjórnun.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 16.05.17.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Verklagsreglur og leiðbeiningar vegna umsókna um gistirekstur.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar verklagsreglur og leiðbeiningar vegna umsókna um gistirekstur.“

 

5. Gjaldskrá tjaldsvæðis.

Farið yfir hugmyndir um útfærslu á gjaldskrá tjaldsvæðis.

„Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa tillögu að útfærslu fyrir næsta fund bæjarstjórnar.“

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:48.