Bæjarráð 07.09.16

2369.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 07.09.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 13:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Garðarsvöllur.

Á fundinn undir þessum lið mættu Brynjar Skúlason knattspyrnustjóri meistaraflokks Hugins og Ólafía Stefánsdóttir stjórnarmaður í knattspyrnudeild Hugins. Brynjar og Ólafía fóru yfir stöðu vallarmála sem hefur ekki verið nógu góð í sumar vegna bleytu. Bæjarráð samþykkir að láta vinna lauslega kostnaðaráætlun vegna úrbóta á Garðarsvelli.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Fundargerð 23. fundar velferðarnefndar frá 30.08.16. Í lið 1.e. í fundargerðinni er að finna svohljóðandi tillögu.“Velferðarnefnd leggur til að fyrirkomulag um styrkveitingar hjá kaupstaðnum verði tekið til endurskoðunar. Lagt er til að þegar sótt er um styrki fylgi starfs- og fjárhagsáætlun / ársreikningur umsókn“. Með vísan til eftirfarandi gildandi samþykktar bæjarstjórnar frá árinu 2001. “Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs sæki félög og félagasamtök um styrki til sveitafélagsins.  Skylt verður að gera grein fyrir umsókninni og/eða afhent verði árleg skýrsla um starfsemi þess félags eða samtaka sem hljóta fjárhagsstyrki frá sveitarfélaginu. Þau félög sem ekki gera grein fyrir starfsemi sinni hljóta ekki styrki” leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að fyrirkomulagið gildi um öll fjárhagsleg framlög kaupstaðarins. Fundargerðin samþykkt.

 

3. Erindi:

3.1. Vinnueftirlitið 15.08.16. Skýrsla vegna Sundhallar eftir reglubundna skoðun frá 15.08.16.

Lögð fram til kynningar.

Bæjarráð felur forstöðumanni Sundhallar og bæjarverkstjóra að annast úrbætur í samræmi við ábendingar í skýrslunni.

3.2. Olíudreifing 18.08.16. Deiliskipulag.

Lögð fram beiðni frá Olíudreifingu um gerð deiliskipulags fyrir lóð olíubirgðastöðvar félagsins á Seyðisfirði. Í áætlunum kaupstaðarins er ekki gert ráð fyrir gerð deiliskipulags á því svæði sem beiðnin nær til í ár né á næsta ári.

Bæjarráð samþykkir að málið verður tekið fyrir við uppfærslu áætlana málaflokksins við gerð fjárhagsáætlunar.

3.3. Alþingi 24.08.16 Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674. mál til umsagnar.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 31.08.16.

Ásamt fundargerðinni sem er lögð fram til kynningar eru lögð fram drög að fjárhagsstöðu ársins 2016 fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og ársreikningur fyrir árið 2015.

 

5. Heilsueflandi samfélag og hreyfisvæði.

Lagt fram erindi frá þjónustufulltrúa og atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa þar sem óskað er eftir að fá að stofna stýrihópur fyrir innleiðingu á heilsueflandi samfélagsstefnu fyrir Seyðisfjörð.

Bæjarráð samþykkir að bjóða þjónustufulltrúa og atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa á fund ráðsins til að fara yfir hugmyndirnar í erindinu.

 

6. Rekstur frumkvöðlaseturs.

Lögð fram drög að samkomulagi um rekstur frumkvöðlasetur  að Öldugötu 14. Farið yfir drögin og minniháttar breytingar gerðar á þeim.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið með áorðnum breytingum.

 

7. Fjármál 2016.

Lögð fram gögn um rekstur og fjárhagsstöðu kaupstaðarins fyrir fyrstu sjö mánuði ársins.

 

8. Fjárhagskerfi.

Lagðar fram upplýsingar um fjárhagskerfi vegna endurnýjunar á fjárhagskerfi kaupstaðarins. Trúnaðarmál.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

9. Fjárhagsáætlun 2017

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur við vinnslu fjárheimilda fyrir  árið 2017 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða formenn nefnda til fundar við bæjarráð eftir því sem við á til að kynna áherslur nefnda er varða fjárhagsáætlunfyrir árið 2017.

 

10. Afköst fráveitukerfis.

Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa um fráveitukerfi á Seyðisfirði með tilliti til aftakaúrkomu og flóða af hennar völdum. Niðurstaðan er að mögulegt er að bæta ástand með kostnaðarsömum aðgerðum en vafasamt að hægt verði að koma að öllu leyti í veg fyrir flóð á lóðum og inn í kjallara við aftakaveður og óhagstæð skilyrði.

 

11. Félagsheimilið Herðubreið - umfjöllun um tilboð.

Lagt fram minnisblað frá fundi bæjarfulltrúa með tilboðsgjafa um fyrirliggjandi tilboð í starfsemi í félagsheimilinu Herðubreið. Minnisblað og umfjöllunin er trúnaðarmál. Áfram í vinnslu.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:19.