Bæjarráð 08.12.16

2380.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Fimmtudaginn 8.12.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 18:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 11. „Ályktun frá nemendaþingi Seyðisfjarðarskóla 25.11.16“. Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 5.12.16.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 4  í  fundargerðinni, að fela bæjarverkstjóra að vinna að málinu í samræmi við bókun nefndarinnar.

Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð fræðslunefndar frá 5.12.16.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 22.11.16. Eftirlit með vatnsveitu Seyðisfjarðar 2016.

Í erindinu er fjallað um eftirlit með vatnsveitunni, sýnatökur og fund eftirlitsins með bæjarverkstjóra.

2.2. Minjastofnun 25.11.16. Styrkúthlutun 2016 vegna verndarsvæða í byggð – samningur.

Ásamt bréfinu er lagður fram samningur vegna styrkúthlutunar til verkefnisins: Verndarsvæði í byggð – Seyðisfjörður.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum“.

2.3. N-4 28.11.16. Að Austan.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í ferða- og menningarnefnd varðandi þátttöku kaupstaðarins í verkefninu og árangurs þess.

2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 1.12.16. Framtíðarskipan húsnæðismála.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og framtíðarmálanefnd og velferðarnefnd með óskum um efnislegar tillögur varðandi efni erindisins.

2.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 2.12.16. Upplýsingar vegna kjarasamnings Félags grunnskólakennara.

Lagt fram til kynningar.

2.6. Björgunarsveitin Ísólfur og Slysavarnardeildin Rán 4.12.16. Kynning á niðurstöðu slysavarnargöngu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja kynninguna á dagskrá fundar bæjarstjórnar í janúar 2017.

2.7. Skaftfell 05.12.16. Greiðsla vegna framlags vegna menningarsamnings 2017.

Bæjarráð samþykkir að greiða janúargreiðslu framlags til Skaftfells 2017 í desember 2016.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 148. fundar félagsmálanefndar frá 24.11.16.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð 149. fundar félagsmálanefndar frá 19.10.16.

Lögð fram til kynningar.

3.3. Fundargerð 30. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 24.11.16.

Lögð fram til kynningar.

3.4. Fundargerð 3. Fundar stjórnar SSA frá 29.11.16.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Kynningarfundur – Kerfisáætlun Landsnets.

Lagður fram tölvupóstur með fundarboði frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi um kynningarfund með fulltrúum Landsnets á kerfisáætlun Landsnets.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa og fulltrúa í umhverfisnefnd til að sækja fundinn.

 

5. Húsnæðismál slökkviliðs Seyðisfjarðar.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með slökkviliðsstjóra Baldri Pálssyni og varðstjóra í slökkviliðinu Kristjáni Kristjáni um húsnæðismál slökkviliðsins. Fram kom að þeir telja að því verði best fyrirkomið í Ránargötu 2 að endurgerð húsnæðisins lokinni.

 

6. Starfsmannastefna

Framlögð drög að starfsmannastefnu rædd og tilhögun áframhaldandi vinnslu hennar.

 

7. Fjárlög 2017.

Ítarleg umræða um ýmsa þætti í framlögðum fjárlögum fyrir árið 2017 og  niðurskurð í þeim sem varðar Seyðisfjörð og Austurland. Bæjarráð samþykkir að óska eftir fundi með fjárlaganefnd og þingmönnum Norðausturkjördæmis hið fyrsta.

 

8. Gjaldskrár 2017.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2017 fyrir:

  1. Vatnsveitu
  2. Fráveitu
  3. Leikskólann Sólvelli
  4. Íþróttamiðstöð
  5. Sundhöll
  6. Bókasafn
  7. Vinnuskóli – Garðaþjónusta fyrir eldri borgara og öryrkja
  8. Áhaldahús – Gjaldskrá innri þjónustu

 

9. Fjárhagsáætlun 2017 og 2018 - 2020.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki, stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2017, þriggja ára áætlun fyrir árin 2018 til 2020 og 10 ára áætlun um þróun viðmiða 2. tl.  2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga hjá kaupstaðnum.“

 

10. Áfangastaðurinn Austurland

Lagt fram erindi frá Austurbrú vegna verkefnisins Áfangastaðarins Austurland. Í því er óskað eftir formlegri staðfestingu á samkomulagi um þátttöku sveitarfélaga í verkefninu.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir þátttöku í verkefninu á forsendum framlagðra gagna og heimilar tilgreint framlag til þess.

 

11. Ályktun frá nemendaþingi Seyðisfjarðarskóla 25.11.16.

Í ályktuninni er skorað á bæjaryfirvöld að sjá til þess að gangstéttar bæjarins séu ruddar þannig að krakkarnir geti gengið örugg í skólann.

Bæjarráð þakkar hvatninguna og  vísar erindinu til bæjarverkstjóra vegna verklags við framkvæmd sjómoksturs.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:01.