Bæjarráð 09.08.17

2403.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 9.08.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Arnbjörg Sveinsdóttir í fjarveru Margrétar Guðjónsdóttur, Elfa Hlín Pétursdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

  1. Erindi:

1.1. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 18.07.17. Fiskeldi og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

1.2. Knattspyrnudeild Hugins 20.07.17. Knattspyrnuvöllur Garðarsvegi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

1.3. Vegagerðin 24.07.2017. Styrkvegir 2017.

Í erindinu er kynnt úthlutun 2016 til Seyðisfjarðarkaupstaðar sem er 1.500.000 krónur.

Bæjarráð samþykkir að vinna með fjármunina í samræmi við umsókn að teknu tilliti til þegar unninna framkvæmda á árinu.

 

2. Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030. Tillaga að breytingu á skilmálum landnotkunar á atvinnu- og iðnaðarsvæðum, íbúðarsvæðum og breyting á landnotkun í Lönguhlíð.

Bæjarráð samþykkir að unnin verði tillaga að breytingum að aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 í samræmi við áður samþykkta skipulagslýsinguað teknu tilliti til umsagna.

 

3. Fjármál 2017.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu kaupstaðarins 30.06.17.

 

4. Seyðisfjarðarskóli Suðurgötu 4 – Bætt aðgengi og endurbætur.

Lögð fram tillaga að bættu aðgengi hreyfihamlaðra og breytingum innandyra í Seyðisfjarðarskóla Suðurgötu 4 sem unnin er af Þórhalli Pálssyni.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og að unnið verði að málinu á grundvelli hennar.

 

5. Stjórnendahandbók.

Lögð fram til kynningar.

 

6. Tillögur fyrir aðalfund SSA 2017.

Bæjarstjóra falið að vinna tillögur í samræmi við umræður á fundinum.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:55.