Bæjarráð 09.11.16

2376.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 9.11.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Erindi:

1.1. Samband íslenskra sveitarfélaga 3.11.16. Drög að nýrri reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Bæjarráð samþykkir að senda athugasemdir eftir yfirferð reglugerðarinnar til Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað þess að senda sérstaka umsögn.

1.2. Samband íslenskra sveitarfélaga 1.11.16. Fundur formanns sambandsins um endurskoðun rekstrarfyrirkomulags flugvalla.

Lagt fram til kynningar.

1.3. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 4.11.16. Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.

Í bréfinu er kynnt að enginn byggðakvóti komi í hlut Seyðisfjarðarkaupstaðar á fiskveiðiárinu 2016/2017.

1.4. Austurbrú 7.11.16. Millilandaflug um Egilsstaði.

Lagt fram til kynningar.

1.5. Mannvirkjastofnun 7.11.16. Brunavarnaráætlun sveitarfélagsins.

Í erindinu er vakin athygli á að ekki liggur fyrir brunavarnaráætlun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Ný brunavarnaráætlun er í vinnslu á vegum Brunavarna á Austurlandi.

 

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. Fundargerð 2. fundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 1.11.16.

Lögð fram til kynningar.

 

3. Fjármál 2016.

Lagðar fram tillögur um viðauka nr. 36 og 37 fyrir árið 2016 í eftirfarandi deildum:

Viðauki nr. 36, deild 3321. Áhaldahús, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 2.191.000 kr.

Viðauki nr. 37, deild 2210. Breyting á lífeyrisskuldbindingu, tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 12.000.000 kr.

Nettóbreytingin nemur 14.191.000 króna gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins. Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti. Bæjaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir tillögur um viðauka 36 til 37 og að þeim verði mætt af handbæru fé.“

 

4. Heilsueflandi samfélag.

Lögð fram kynning á umsókn um Heilsueflandi samfélag og áherslur af hálfu kaupstaðarins á næsta ári.

Bæjarráð samþykkir að vísa þeim hluta erindisins sem varða fjármagn til gerðar fjárhagsáætlunar.

 

5. Samningur um vátryggingar.

Lagt fram tilboð í endurnýjun samnings við VÍS um vátryggingar.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlagt tilboð í endurnýjun samnings um vátryggingar kaupstaðarins“

 

6. Útsvar fyrir árið 2016.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að útsvar ársins 2017 verði 14,52 af útsvarsstofni.“

 

7. Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2017.

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir eftirfarandi álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2017:

 1. A flokkur verði 0,625% af fasteignamati.
 2. B flokkur  verði 1,32% af fasteignamati.
 3. C flokkur verði 1,65% af fasteignamati.
 4.  Lóðarleiga verði 2% af mati lóðar.
 5.  Holræsagjald verði 0,335% af fasteignamati húss og lóðar.
 6.  Vatnsskattur verði: A liður 0,320% af gjaldstofni og B liður 0,445% af gjaldstofni.
 7.  Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld fyrir heimili:
  a) Sorphirðugjald kr. 16.995 á íbúð.
  b) Sorpeyðingargjald kr. 7.514 á íbúð.
 8. Álagning fasteignagjalda og þjónustugjalda í fyrrverandi Seyðisfjarðarhreppi:
  Álagning á útihús og önnur mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði verði 0,4 % af fasteignamati.
  Þjónustugjöld verða ekki álögð árið 2017  nema sorphirðu- og sorpeyðingargjald.
 9. Gjalddagar fasteignagjalda verða átta: 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst og 15. september.

8. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2016.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagðar tillögur að þjónustugjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2017 fyrir:

 1. Vatnsveitu.
 2. Fráveitu.
 3. Leikskólann Sólvelli.
 4. Seyðisfjarðarskóla.
 5. Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar.
 6. Sundhöll Seyðisfjarðar.
 7. Bókasafn Seyðisfjarðar.
 8. Vinnuskóla – Garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja.
 9. Áhaldahús – Gjaldskrá innri þjónustu.
 10. Fjárhagsáætlun 2016.

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir til síðari umræðu framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki, stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2017, þriggja ára áætlun fyrir árin 2018 til 2020 um hvernig viðmiðum 2. tl.  2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga verður náð hjá kaupstaðnum.“

 

9. Starfsmannastefna Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Dagskrárliðir nr. 10-18 áfram í vinnslu.

 1. Reglur um ráðningar í störf hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
 2. Verklagsreglur um móttöku nýrra starfsmanna hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
 3. Reglur um starfsmenntun, sí- og endurmenntun starfsmanna Seyðisfjarðarkaupstaðar.
 4. Einelti á vinnustað – Reglur og leiðbeiningar fyrir stjórnendur hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
 5. Reglur Seyðisfjarðarkaupstaðar um fjarvistir og starfsendurhæfingu vegna veikinda eða slysa.
 6. Reglur um launalaus leyfi og lækkað starfshlutfall.
 7. Reglur og leiðbeiningar um notkun á tölvubúnaði, tölvupósti, interneti og upplýsingakerfum fyrir notendur og stjórnendur.
 8. Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Seyðisfjarðarkaupstaðar.
 9. Krafa frá kennurum til sveitarfélaga og undirskriftarlisti lögð fram til kynningar.

Bæjarráð telur mikilvægt að lausn finnist á kjaradeilunni sem fyrst.

10. Verndarsvæði í byggð.

Bæjarstjóri kynnti umfjöllun frá nýlegum fundi um verkefnið og tilhögun þess. Bæjarráð samþykkir áframhaldandi vinnslu þess með hliðsjón af umsókn og fengnum styrk til verkefnisins.

 

11. Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar.

Lagður fram samningur við Ferðamálastofu um rekstur upplýsingamiðstöðvar og viðauki við samning við Ferðamálastofu um aukið framlag til rekstursins til aukinnar opnunar upplýsingamiðstöðvarinnar. Bæjarráð samþykkir samninginn og viðaukann fyrir sitt leyti.       

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:55.