Bæjarráð 12.07.17

2402.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 12.07.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Orkumál.

Á fundinn undir þessum lið  mætti Jón Steinar Garðarsson Mýrdal verkefnastjóri hjá Austurbrú. Hann kynnti þau verkefni sem hann vinnur að á sviði orkumála sem m.a. beinast að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á Austurlandi. Í því sambandi fór hann yfir stöðu er varða net hleðslustöðva á Austurlandi þannig að hægt sé að ferðast um fjórðunginn á rafmagnsbílum. Hleðslustöð verður sett upp við Ránargötu 2 samhliða endurgerð fasteignarinnar. Einnig rætt um landtengingar, hitaveitu og jarðgöng undir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar þar sem opnast möguleiki fyrir lagningu hitaveitu frá Fljótsdalshéraði.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Fundargerð umhverfisnefndar frá 10.07.17.

Í lið 2 í fundargerðinni: „Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030. Tillaga að breytingu“ er að finna tillögu umhverfisnefndar um að vinna breytingu á aðalskipulagi kaupstaðarins.

Bæjarráð samþykkir að taka lið 2 í fundargerðinni til efnislegrar meðferðar á næsta fundi.

Fundargerðin samþykkt.

 

3. Erindi:

3.1. Umhverfisstofnun 29.06.17. Áætlun vegna refaveiða 2017-2019.

Lagðar fram til kynningar áætlanir um refaveiðar frá 2014-2016 og 2017-2019.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætlunum til umhverfisnefndar.

3.2. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 5.07.17. Starfslok verkefnastjóra sveitarstjórnarmála.

Lögð fram tilkynning um starfslok verkefnastjóra sveitarstjórnarmála Bjargar Björnsdóttur.

3.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 6.07.17. Tilraunaverkefni um hljóðvist.

Lagt fram til kynningar.

Samþykkt að vísa gögnunum til fræðslunefndar og skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.

3.4. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 11.07.17. Tímabundið starfsleyfi til Húsahótels vegna LungA.

Lagt fram til kynningar.

3.5. Sýslumaðurinn á Austurlandi 12.07.17. Tækifærisleyfi til áfengisveitinga – Kaffi Lára v/Lunga 2017 – viðbót við gildandi rekstrarleyfi.

Í umsókninni er sótt um lengri opnunartíma sem nemur einni klukkustund fram eftir morgni vegna tækifærisleyfa fimmtudaginn 20.07.17 til og með laugardeginum 22.07.17

Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um umsóknina með fyrirvara um að næði íbúa verði tryggt.

3.6. Ríkiskaup 13.07.17. Útboð nr. 20444 Rafrænt útboðskerfi.

Lagt fram til kynningar.

3.7. Þjóðskrá 12.07.17. Tilkynning um fasteignamat 2017.

Lagt fram til kynningar.

3.8. Samband íslenskra sveitarfélaga 17.07.17. Málþing um íbúasamráð.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Fundargerð 11. fundar stjórnar SSA starfsárið 2016/2017. Lögð fram til kynningar.

 

5. Fjármál 2017. Lögð fram tilkynning frá Ríkiskaupum vegna rammasamninga um árlegt aðildargjald til Ríkiskaupa.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:49.