Bæjarráð 16.12.16

2381.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Föstudaginn 16.12.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð umhverfisnefndar frá 12.12.16.

Vegna liðar 2 í fundargerðinni „Langitangi skipulagslýsing deiliskipulagsáforma vegna hótelbyggingar“ samþykkir bæjarráð að leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn samþykkir að kynna og auglýsa skipulagslýsingu deiliskipulagsáforma vegna hótelbyggingar í Langatanga 7“.

Vegna liðar 4 í fundargerðinni „Breyting á aðalskipulagi Egilsstaðaflugvallar, drög að skipulagslýsingu“ leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn samþykkir með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar að senda ekki umsögn um lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Egilsstaðaflugvallar“.

Vegna liðar 5 í fundargerðinni „Breyting á aðalskipulagi 2010-2030, drög að skipulagslýsingu“ leggur bæjarráð svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn samþykkir að kynna og auglýsa og senda til umsagnar drög að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi er varðar breytta skilmála fyrir íbúðabyggð, atvinnu- og iðnaðarlóðir og breytta landnotkun í Lönguhlíð“.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Þroskahjálp 7.12.16. Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Þórbergur Torfason 14.12.16. Upplýsingar um afþreyingu fyrir ferðafólk.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið 14.12.16 Undirbúningur að gerð landsskýrslu um innleiðingu Árósarsamningsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.

2.4. Alþingi 14.012.16. Frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins), 6. mál.

Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið og styður frumvarpið. Bæjarráð leggur áherslu á að frumvarpið verði að lögum fyrir áramót 2016/2017.

2.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 15.12.16. Umsögn sambandsins um frv. til laga um br. á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, 6. mál.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 150. fundar félagsmálanefndar frá 14.12.16.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Starfsmannamál – Ráðning atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að bjóða Dagnýju Erlu Ómarsdóttir starf atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar til eins árs. Það er mat bæjarráðs að Dagný uppfylli í hlutlægu mati þá mikilvægustu þætti í kröfum sem gerðar voru til umsækjenda. Að mati bæjarráðs leiða menntun, þekking, reynsla, og samskiptahæfni Dagnýjar til þess að hún er talin vera hæfust umsækjenda í starfið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við Dagnýju.

 

5. Samningur við Vegagerðina um þjónustu gatna í þéttbýli á Seyðisfirði 2016.

Samningurinn lagður fram til kynningar. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við hann.

 

6. Reglur um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings skv. 2. mgr. 45 gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga með síðari breytingum.

Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Áfram í vinnslu.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:23.