Bæjarráð 18.05.17

2396.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar 

Fimmtudaginn 18.05.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Erindi:

1.1. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. 19.04.17. Arðgreiðsla 2017

Í erindinu kemur fram að á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga var samþykkt að greiða út arð sem nemur 491 milljón króna sem skiptist niður á hluthafa sjóðsins. Hlutur Seyðisfjarðarkaupstaðar af því er 0,98% fyrir fjármagnstekjuskatt sem er 20%.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna arðgreiðslunnar.

1.2. Alþingi 28.04.17. Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál

Lagt fram til kynningar.

1.3. Íbúðalánasjóður 28.04.17. Úthlutun stofnframlaga 2017 – fyrri hluti

Tilkynning um að opnað hefði verið fyrir umsóknir um stofnframlög vegna fyrri úthlutunar ársins 2017 lögð fram. Umsóknarfrestur er til 30. maí 2017.

1.4. Samtök orkusveitarfélaga 2.05.17. Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2016

Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar.

1.5. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 2.05.17. Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016

Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar.

1.6. Landskerfi bókasafna 2.05.17. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2017

Fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. 2017 lagt fram.

1.7. Minjastofnun Íslands 03.05.17. Verndarsvæði í byggð – kynningarfundur

Lagt fram fundarboð frá Minjastofnun vegna fundar um Verndarsvæði í byggð. Byggingarfulltrúi og Elfa Hlín Pétursdóttir bæjarfulltrúi munu sækja fundinn f.h. kaupstaðarins.

1.8. Sýslumaðurinn á Austurlandi 3.05.17. Umsókn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga Angró 2017

Vísað til umhverfisnefndar.

1.9. Minjastofnun Íslands 4.05.17. Styrkúthlutun 2017: Gamli skóli Suðurgata 4, Seyðisfjörður

Í erindinu er tilkynnt um styrk úr húsafriðunarsjóði að upphæð 600.000 krónur.

1.10. Minjastofnun Íslands 4.05.17. Styrkúthlutun 2017: Sundhöll Seyðisfjarðar, Suðurgata 5, Seyðisfjörður

Í erindinu er tilkynnt um styrk úr húsafriðunarsjóði að upphæð 400.000 krónur.

1.11. Minjastofnun Íslands 4.05.17. Styrkúthlutun 2017: Wathneshús, Hafnargata 44, Seyðisfjörður

Í erindinu er tilkynnt um styrk úr húsafriðunarsjóði að upphæð 1 milljón króna.

Bæjarráð þakkar Minjastofnun Íslands styrkveitingar til verkefna á húsum kaupstaðarins á árinu 2017.

1.12. Alþingi 5.05.17. Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál

Lagt fram til kynningar.

1.13. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 5.05.17. Aðalfundur SSA 2017, tillögur og málefni

Í erindinu er óskað eftir tillögum/málefnum, til umfjöllunar á dagskrá aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður dagana 29. og 30. september næstkomandi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í nefndum kaupstaðarins með óskum um tillögum að málum fyrir aðalfundinn. Tillögur þurfa að berast fyrir 6. júní næstkomandi.

1.14. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 5.05.17. Tilnefningar til menningarverðlauna SSA 2017

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til ferða- og menningarnefndar.

1.15. Samband íslenskra sveitarfélaga 5.05.17. Úthlutun úr endurmenntunarsjóði grunnskóla 2017

Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna úthlutunarinnar.

1.16. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 08.05.17. Málþing um skipulag haf- og strandsvæða

Lagt fram til kynningar.

Forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri sóttu málþingið sem haldið var 17.05.17 fyrir hönd kaupstaðarins.

1.17. Ungt fólk á Austurlandi 9.05.17. Ráðstefna samtakanna í apríl 2017

Í erindinu þakka samtökin fyrir stuðning við ráðstefnuna ásamt því að bjóðast til að koma til fundar til að kynna samantekt ráðstefnunnar.

1.18. Sýslumaðurinn á Austurlandi 12.05.17. Tilkynning um lok starfsemi að Austurvegi 13b

Lagt fram til kynningar.

Vísað til byggingarfulltrúa.

1.19. Samband íslenskra sveitarfélaga 12.05.17. Málþing um þátttökulýðræði í sveitarfélögum

Lagt fram til kynningar.

1.20. Alþingi 16.05.17. Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál

Lagt fram til kynningar.

1.21. Landskerfi bókasafna 16.05.17. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2017

Ásamt fundarboði eru er ársreikningur félagsins fyrir árið 2016 lagður fram, tillögur fyrir fundinn og samþykktir félagsins.

 

2. Fjármál 2017

2.1. Fjárhagsstaða 31.03.17

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu samstæðu kaupstaðarins fyrir fyrsta ársfjórðung 2017.

2.2. Styrkur úr Sprotasjóði

Kynntur styrkur frá Sprotasjóði til Seyðisfjarðarskóla.

Vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

2.3. Starfsmannamál

Möguleg endurskipulagning þjónustu við stofnanir rædd.

Bæjarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

3. Trúnaðarmál

Ekkert bókað.

 

4. Reglur um stofnframlög

Frestað þangað til greinargerð eða umsögn velferðarnefndar liggur fyrir.

 

5. Skipulag haf og strandsvæða

Lögð fram gögn um samskipti sveitarfélaga sem staðið hafa sameiginlegum samskiptum við umhverfis- og auðlindaráðherra vegna frumvarps til laga um skipulagsmál haf- og strandsvæða.

 

6. Húsnæðisáætlun

Bæjarráð samþykkir að vísa fyrstu drögum að húsnæðisáætlun til umfjöllunar í bæjarstjórn.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:27.