Bæjarráð 20.06.17

2399.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar 

Þriðjudaginn 20.06.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 09:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 12.06.17.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar í lið 2 í fundargerðinni:  „Tilnefning í stjórn Skaftfells“, að Svava Lárusdóttir verði aðalmaður og Vilhjálmur Jónsson varamaður.

Bæjarráð samþykkir tilnefningu nefndarinnar í lið 3 í fundargerðinni: „Tilnefning í stjórn Tækniminjasafnsins“ um Þórunni Eymundardóttir í stjórn safnsins.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Skógræktarfélag Seyðisfjarðar 6.06.17. Úthlutun plantna 2017.

Í erindinu er óskað eftir að kaupstaðurinn liðsinni félaginu við plöntun og hugmyndum um svæði til plöntunar.

Bæjarráð samþykkir að kaupstaðurinn liðsinni við plöntun og felur bæjarverkstjóra framkvæmd málsins eins og verið hefur. Bæjarráð samþykkir að óska eftir hugmyndum um ný svæði til plöntunar frá umhverfisnefnd.

2.2. Sýslumaðurinn á Austurlandi 9.06.17. Upplýsingar varðandi heimagistingu eftir 90 daga reglunni.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 16.06.17. Ný persónuverndartilskipun.

Í erindinu eru tekin til umfjöllunar áhrif af nýrri persónuverndartilskipun.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir upplýsingum frá stofnunum kaupstaðarins um söfnun, vörslu og notkun persónuupplýsinga eins og mælst er til í erindinu.

2.4. Alþingi 16.06.17. Þingsályktunartillaga um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir,  414.mál.
Bæjarráð tekur undir markmið og sjónarmið sem fram koma í framlagðri þingsályktunartillögu um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð aðalfundar Brunavarna á Austurlandi frá 13.06.17.

Lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir vegna tillögu Brunavarna á Austurlandi um samstarf við Eldvarnabandalagið um að stofnanir kaupstaðarins taki þátt í verkefninu „Eigið eldvarnaeftirlit".

3.2. Fundargerð fundar um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland frá 14.06.17.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Fjármál 2017.

Farið yfir atriði varðandi þróun fjármála kaupstaðarins á árinu 2017.

 

5. Vestdalseyri – Breyting á aðalskipulagi – fornleifaskráning.

Farið yfir upplýsingar frá  Fornleifastofnun um fornleifaskráningu á Vestdalseyri. Áfram í vinnslu.

 

6. Verndarsvæði í byggð – Seyðisfjörður, fornleifaskráning og húsakönnun.

Farið yfir upplýsingar frá  Fornleifastofnun um fornleifaskráningu fyrir Verndarsvæði í byggð – Seyðisfjörður. Áfram í vinnslu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um staðlaða skráningarform vegna húsakönnunarhluta verkefnisins.

 

7. Vinnumat, vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans.

Lögð fram til kynningar.

 

8. Tillögur vegna aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017.

Lagðar fram tillögur velferðarnefndar vegna undirbúnings aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017. Áfram í vinnslu.

 

9. Húsasaga Seyðisfjarðar.

Lögð fram frá Miðstöð menningarfræða uppfærð kostnaðaráætlun vegna endurútgáfu Húsasögu Seyðisfjarðar.

Farið yfir stöðu verkefnisins. Stefnt er að útgáfu í haust.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:36.