Bæjarráð 21.09.17
2407. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar
Fimmtudaginn 21.09.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 13:00.
Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Fundargerðir:
1.1. Fundargerð 33. fundar velferðarnefndar frá 19.09.17.
Fundargerðin samþykkt.
2. Erindi:
2.1. Samband íslenskra sveitarfélaga 8.09.17. Nordregio Forum 2017.
Kynnt.
2.2. Forsætisráðuneytið 8.09.17. Vatnsveður á Austfjörðum 23. og 24. júní 2017.
Í erindinu kemur fram að að kaupstaðnum verður veitt fjárframlag úr ríkissjóði af málaflokki 34.10 að upphæð 25 milljónir króna til að takast á við óvænt útgjöld vegna vatnsveðursins.
Bæjarráð þakkar ríkisstjórn Íslands fyrir framlag til brýnna verkefna vegna afleiðinga vatnsveðursins 23. og 24. júní síðastliðinn.
Bæjarráð felur byggingarfulltrúa umsjón og eftirlit með hreinsun og bráðabirgðaráðstöfunum með hliðsjón af upplýsingum í minnisblaði frá Sigurjóni Haukssyni hjá Eflu verkfræðistofu.
2.3. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 10.09.17. Aðalfundur HAUST.
Í erindinu er boðað til aðalfundar HAUST 2017 þann 1. nóvember 2017.
2.4. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 11.09.17. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.
Lagt fram til kynningar.
2.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 14.09.17. Fundur um áhættumat HAFRÓ vegna fiskeldismála.
Í erindinu er boðað til fundar um áhættumat HAFRÓ miðvikudaginn 27. september næstkomandi.
2.6. Samband íslenskra sveitarfélaga 15.09.17. Svæðislokanir fyrir dragnót.
Bæjarráð leggst alfarið gegn hugmyndum um að opna það svæði í Seyðisfjarðarflóa sem bann hefur gilt um dragnótaveiði í og áréttar áður veittar umsagnir Seyðisfjarðarkaupstaðar um málið.
2.7. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 15.09.17. Húsnæðisþing 2017.
Í erindinu er boðað til Húsnæðisþings 2017 þann 8. nóvember næstkomandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja þingið.
2.8. Umboðsmaður Alþingis 13.09.17. Beiðni um upplýsingar vegna ráðningar í starf skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.
Í erindinu er óskað eftir upplýsingum vegna kvörtunar frá Kennarasambandi Íslands fyrir hönd Jóhönnu Thorsteinsson vegna ráðningar í starf skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.
Bæjarstjóra falið að óska eftir upplýsingum frá umboðsmanni Alþingis og svara erindinu í framhaldi.
2.9. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 13.09.17. Fjárhagsáætlun 2017-2020.
Í erindinu kemur fram að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur farið yfir upplýsingar sem nefndinni voru veittar af hálfu kaupastaðarins og að niðurstaða nefndarinnar er að óska ekki eftir frekari upplýsingum vegna fyrirspurnar þessarar.
2.10. Samband íslenskra sveitarfélaga 18.09.17. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017.
Í erindinu er boðað til fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2017.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar frá kaupstaðnum sæki ráðstefnuna.
2.11. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 18.09.17. Tillögur að ályktunum til aðalfundar SSA 2017.
Lagðar fram tillögur að ályktunum fyrir aðalfund SSA 2017 og tillaga varðandi stjórnunarfyrirkomulag SSA og samstarf við Austurbrú.
2.12. Fljótsdalshérað 19.09.17. Möguleikar á auknu samstarfi á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
Lagt fram til kynningar. Í erindin er boðað til fundar sveitarfélag á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs þann 12. október næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar kaupstaðarins sæki fundinn. Bæjarstjóra falið að koma á framfæri ósk um breyttan fundartíma.
2.13. Samorka 19.09.17. Fundur um endurskoðun löggjafar ESB á sviði orkumála.
Lagt fram til kynningar.
2.14. Velferðarráðuneytið 19.09.17. Könnun Velferðarvaktar á kostnaðarþátttöku grunnskólanema vegna skólagagna.
Kynnt.
2.15. Sýslumaðurinn á Austurlandi 20.09.17. Tilkynning – Svar við ábendingu um sölu gistingar án tilskilinna leyfa – Fjörður 1.
Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga viðkomandi erindinu.
2.16. Samband íslenskra sveitarfélaga 20.09.17. Upplýsingar frá fundi um innkaupamál sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
3. Samstarf sveitarfélaga:
3.1. Fundargerð 3. fundar um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland.
Lögð fram til kynningar.
3.2. Fundargerð 157. fundar Félagsmálanefndar frá 19.09.17.
Lögð fram til kynningar.
4. Fjármál 2017.
Farið yfir ýmsar upplýsingar varðandi fjármál ársins 2017.
5. Tvísöngur.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
6. Lokun fjarvarmaveitu.
Lögð fram tillaga um skipan starfshóps um orkumál til að vinna að upplýsingaöflun og tillögum fyrir bæjarstjórn, íbúa og fyrirtæki að framtíðarlausnum til húshitunar sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum nr. 1726 þann 13.09.17.
Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu- og framtíðarmálanefnd að taka saman tiltækar upplýsingar um mögulegar lausnir og skila bæjarstjórn skýrslu sem innihaldi upplýsingar um þær lausnir sem kunna að vera fyrir hendi ásamt upplýsingum um stofnkostnað, rekstrarkostnað, endurgreiðslur og framlög, kosti, galla og áhættur. Í skýrslunni verði einnig dregin fram samanburðardæmi um hitunarkostnað núverandi fjarvarmaveitu og þeirra lausna sem í boði kunna að vera fyrir tilteknar stærðir húsnæðis. Miðað verði við að skýrslan liggi fyrir þriðjudaginn 9. október næstkomandi.
7. Fjárhagsáætlun 2018.
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með forsendum fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.
Bæjarráð samþykkir að sett verði upp sviðsmynd rammaáætlunar með hliðsjón af forsendunum.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að bjóða nefndarformönnum til fundar við bæjarráð næstkomandi miðvikudag kl. 10:00 til að kynna áherslur nefnda við vinnslu fjárhagsáætlunar.
8. Fjarðarheiðargöng.
Bæjarráð og forseti bæjarstjórnar áttu fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, embættismönnum ráðuneytisins, aðstoðarmönnum ráðherra og formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær, miðvikudaginn 20. september.
Á fundinum kom fram að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun skipa starfshóp á næstu dögum til að fara yfir mögulegar lausnir á vetrareinangrun Seyðisfjarðar og að starfshópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir 15. nóvember næstkomandi. Staðfest var að Seyðisfjarðarkaupstaður mun eiga fulltrúa í starfshópnum.
Bæjarráð þakkar ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins fyrir góðan, hreinskiptinn og upplýsandi fund.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:04.