Bæjarráð 23.08.17

2404. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 23.08.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 1.3. „Fundargerð velferðarnefndar frá 22.08.17“. Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 14.08.17.

Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 21.08.17.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 4 í fundargerðinni „Gangbrautir á Seyðisfirði samantekt“ að vísa tillögu umhverfisnefndar til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að taka saman uppdrátt og lýsingu í samræmi við tillöguna.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 6 „Gangstétt við Bjólfsgötu í fundargerðinni með hliðsjón af nýlegri niðurstöðu bæjarstjórnar um málið og undirbúning varðandi verndarsvæði í byggð að vísa því til frekari umfjöllunar í umhverfisnefnd.

Fundargerðin samþykkt.

1.3. Fundargerð velferðarnefndar frá 22.08.17.

Vegna liðar 1.b. í fundargerðinni „Fótboltavöllur við Garðarsveg“ er unnið að samantekt upplýsinga um Garðarsvöll sem kynnt verður þegar hún liggur fyrir og í framhaldi rætt við stjórn knattspyrnudeildar um fyrirkomulag rekstrar.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 18.08.17. Aukaaðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Í erindinu er boðað til aukaaðalfundar Samtaka sjávarútvegsfélaga þann 7. september 2017.

Bæjarráð samþykkir að formaður ráðsins verði fulltrúi kaupstaðarins á fundinum.

2.2. Samband íslenskra sveitarfélaga 18.08.17. Kostnaðarþátttaka sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins.

Í erindinu er kynnt starfsemi kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og aukin útgjöld vegna álags í starfseminni undanfarin ár.

Bæjarráð telur mikilvægt að brugðist verði við og tekur jákvætt í erindið fyrir hönd kaupstaðarins.

2.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 21.08.17. Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 21.08.17. Málþing sveitarfélaga um íbúasamráð og þátttöku íbúa.

Bæjarráð samþykkir að Elfa Hlín Pétursdóttir sæki málþingið fyrir hönd kaupstaðarins.

2.5. Samorka 21.08.17. Norræna fráveituráðstefnan.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 156. fundar félagsmálanefndar frá 15.08.17.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 15.08.17.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Fjarðarheiðargöng.

Farið yfir stöðu mála vegna Fjarðarheiðarganga sem eru í samgönguáætlun og upplýsingar um verkefnið sem fram komu á fundi með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóra og föruneyti þeirra síðastliðinn mánudag. M.a. kom fram að unnið er að jarðfræðiskýrslu sem væntanleg er fljótlega, undirbúningur fyrir Fjarðarheiðargöng gengur samkvæmt áætlun og að fjármagn til að ljúka undirbúningi vegna þeirra hefur verið tryggt.

 

5. Snjótroðari.

Lögð fram drög að viðauka við samstarfsamning um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal sem dagsettur er 20.12.2013.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu á grundvelli draganna með minni háttar breytingu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.

 

6. Fundur með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Rætt um fyrirhugaðan fund með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 1.09.17.

 

7. Fjármál 2017.

Farið yfir ýmsar fjárhagsupplýsingar vegna ársins 2017.

 

8. Fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa á vef kaupstaðarins eftir erindum, umsóknum tillögum og ábendingum um mál er varða gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

 

9. Rafræn stjórnsýsla – birting fjárhagsupplýsinga á vef.

Rætt um birtingu fjárhagsupplýsinga á vef og möguleika í því sambandi.

 

10. Umboð til Varasjóðs húsnæðismála.

Lagt fram umboð til Varasjóðs húsnæðismála vegna öflunar upplýsinga frá Íbúðarlánasjóði vegna tillögugerðar um framtíðarfyrirkomulag þeirra verkefna sjóðsins sem lúta að rekstri félagslegra leiguíbúða.

Bæjarráð staðfestir útgefið umboð.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:42.