Bæjarráð 24.05.17

2397.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 24.05.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Mætt: Hildur Þórisdóttir í fjarveru Elfu Hlínar Pétursdóttur, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 2.4. „Þjónustufulltrúi 18.05.17. Heimilishjálp.“ Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð velferðarnefndar frá 16.05.17.

Bæjarráð samþykkir að vísa lið 2 í dagskrá „Drög að reglum Seyðisfjarðarkaupstaðar um stofnframlög til almennra íbúða“ til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að vísa lið 3 „Forvarnir – umferðaröryggi“ til umfjöllunar umhverfisnefndar.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 17.05.17. Ársfund LSR og LH 2017.

Fundarboð ásamt upplýsingum um starfsemi ársins 2016 lögð fram.

2.2. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 19.05.17. Fulltrúar á aðalfundi  SSA 29. og 30. september 2017.

Í erindinu er óskað eftir upplýsingum um fulltrúa á aðalfund 2017. Fulltrúar kaupstaðarins verða kosnir á fundi bæjarstjórnar í júní.

2.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 22.05.17. Boð á fund Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Þjónustufulltrúi 18.05.17. Heimilishjálp.

Ekki hefur tekist að manna heimilishjálp hjá kaupstaðnum. Rætt um möguleg úrræði.

Bæjarráð óskar eftir þarfagreiningu frá þjónustufulltrúa og upplýsingum um stöðu og umfang.

 

3. Húsnæðisáætlun.

Farið yfir undirbúning húsnæðisáætlunar.

Bæjarráð samþykkir að vísa fyrstu drögum að húsnæðisáætlun til umfjöllunar í bæjarstjórn.

 

4. Reglur um ráðningar í störf hjá Seyðisfjarðarkaupstað.

Tekin til umfjöllunar áður framlögð drög að reglum um ráðningar í störf hjá Seyðisfjarðarkaupstað.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um ráðningar í störf hjá Seyðisfjarðarkaupstað.“

 

5. Verklagsreglur um móttöku nýrra starfsmanna hjá Seyðisfjarðarkaupstað.

Tekin til umfjöllunar áður framlögð drög að verklagsreglum um móttöku nýrra starfsmanna hjá Seyðisfjarðarkaupstað.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar verklagsreglur um móttöku nýrra starfsmanna hjá Seyðisfjarðarkaupstað.“

 

6. Reglur um starfsmenntun, sí- og endurmenntun starfsmanna Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Tekin til umfjöllunar áður framlögð drög að reglum um starfsmenntun, sí- og endurmenntun starfsmanna Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um starfsmenntun, sí- og endurmenntun starfsmanna Seyðisfjarðarkaupstaðar.“

 

7. Einelti á vinnustað – Reglur og leiðbeiningar fyrir stjórnendur hjá Seyðisfjarðarkaupstað.

Tekin til umfjöllunar áður framlögð drög að reglum og leiðbeiningum fyrir stjórnendur hjá Seyðisfjarðarkaupstað vegna eineltis á vinnustað.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur og leiðbeiningar fyrir stjórnendur hjá Seyðisfjarðarkaupstað vegna eineltis á vinnustað.“

 

8. Reglur Seyðisfjarðarkaupstaðar um fjarvistir og starfsendurhæfingu vegna veikinda eða slysa.

Tekin til umfjöllunar áður framlögð drög að reglum Seyðisfjarðarkaupstaðar um fjarvistir og starfsendurhæfingu vegna veikinda eða slysa.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur Seyðisfjarðarkaupstaðar um fjarvistir og starfsendurhæfingu vegna veikinda eða slysa.“

 

9. Reglur um launalaus leyfi og lækkað starfshlutfall.

Tekin til umfjöllunar áður framlögð drög að reglum um launalaus leyfi og lækkað starfshlutfall.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um launalaus leyfi og lækkað starfshlutfall.“

 

10. Reglur og leiðbeiningar um notkun á tölvubúnaði, tölvupósti, interneti og upplýsingakerfum fyrir notendur og stjórnendur.

Tekin til umfjöllunar áður framlögð drög að reglum og leiðbeiningum um notkun á tölvubúnaði, tölvupósti, interneti og upplýsingakerfum fyrir notendur og stjórnendur.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur og leiðbeiningar um notkun á tölvubúnaði, tölvupósti, interneti og upplýsingakerfum fyrir notendur og stjórnendur.“

 

11. Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Tekin til umfjöllunar áður framlögð drög að reglum um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Seyðisfjarðarkaupstaðar.“

 

12. Lýðræðisstefna.

Bæjarráð samþykkir að vísa hugmyndum um gerð lýðræðisstefnu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

 

13. Verklagsreglur og leiðbeiningar vegna umsókna um gistirekstur.

Tekin til umfjöllunar áður framlögð drög að verklagsreglum og leiðbeiningum vegna umsagna um umsóknir um gistirekstur. Farið yfir ábendingar sem borist hafa frá byggingarfulltrúa og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áfram í vinnslu.

 

14. Hitaveita á Seyðisfirði.

Rætt um fyrirhugaðan fund bæjarstjórnar með fulltrúum RARIK ohf. og Orkustofnunar um hitaveitu og húsahitun á Seyðisfirði og kynningu hjá Termia í Svíþjóð í byrjun júní sem bæjarstjóri mun sækja fyrir hönd kaupstaðarins ásamt sérfræðingum um málefnið.

 

15. Menningarhús á Egilsstöðum.

Bæjarráð Seyðisfjarðar skorar á fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og fjárlaganefnd Alþingis að tryggja að unnt verði að efna viljayfirlýsingu mennta- og menningarmálaráðherra og Fljótsdalshéraðs frá 16. október 2016 um uppbyggingu menningarhúss á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Tryggðar verði fjárveitingar í fjárlögum fyrir fjárhagsárið 2018 þannig að undirbúningur þessarar löngu tímabæru áforma geti hafist þegar á yfirstandandi ári. Minnt er sérstaklega á að ákvörðun um veitingu stofnstyrkja til byggingar menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins var tekin af ríkisstjórn Íslands árið 1999. Framkvæmdir á Austurlandi hafa af einhverjum ástæðum dregist umfram aðrar.

 

16. Hönnun áfangastaðar á Neðri Staf á Fjarðarheiði.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Landmótun – Landslagsarkitekta FÍLA um hönnun áfangastaðarins á grundvelli rammasamnings Ríkiskaupa í samræmi við kostnaðaráætlun og skilgreiningu verksins.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:51.