Bæjarráð 24.11.16

2377.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Fimmtudaginn 24.11.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 9:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins

1. Salarleiga í íþróttamiðstöð. 

Á fundinn undir þessum lið mætti Vilborg Borþórsdóttir f.h. stjórnar blakdeildar Hugins. Vilborg kynnti starf blakdeildarinnar og forsendur styrkbeiðni í formi niðurfellingar salarleigu.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Fundargerð 25. fundar velferðarnefndar frá 18.10.16.

Fundargerðin samþykkt.

2.2. Fundargerð 26. fundar velferðarnefndar frá 15.11.16.

Fundargerðin samþykkt.

2.3. Fundargerð fundar fræðslunefndar frá 22.11.16.

Fundargerðin samþykkt.

 

3. Erindi:

3.1. Heilbrigðiseftirlit Austurlands. 8.11.16. Bréf og eftirlitsskýrsla 2016 fyrir Leikskólann Sólvelli.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Samorka 9.11.16. Desemberfundur Samorku 2016.

Lagt fram til kynningar.

3.3. Austurbrú 10.11.16. Þátttaka í fjármögnun verkefnis, Orkuskipti á Austurlandi.

Lagt fram til kynningar.

3.4. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 14.11.16. Eftirlitsskýrsla 2016 fyrir Grunnskóla Seyðisfjarðar.

Lögð fram til kynningar.

3.5. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 14.11.16. Bréf og eftirlitsskýrsla 2016 fyrir Íþróttahús Seyðisfjarðar.

Lögð fram til kynningar.

3.6. Samband íslenskra sveitarfélaga 17.11.16. Nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs.

Lagt fram til kynningar.

3.7. Samband íslenskra sveitarfélaga 17.11.16. Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning 2017.

Lagt fram til kynningar.

3.8. Samorka 21.11.16. Blágrænar ofanvatnslausnir & Alþjóðlegi klósettdagurinn.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 2.11.16.

Lögð fram til kynningar.

4.2. Fundargerð 27.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 10.11.16.

Lögð fram til kynningar.

 

5. Strenglagning um Brekkugjá. Beiðni um umsögn.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir öllum fyrirliggjandi gögnum um málið.

 

6. Fjármál 2016.

Lagðir fram áður samþykktir viðaukar samanteknir á formi rekstrar- og efnahagsreiknings ásamt sjóðsstreymisyfirliti. Gögnin verða lögð fyrir bæjarstjórn á næsta fundi hennar.

 

7. Starfsmannamál

7.1. Starfsmat.

Lagt fram til kynningar nýtt starfsmat fyrir Fulltrúa I á skrifstofu. Fyrra starfsmat nam 361 stigi. Hið nýja hljóðar upp á 479 stig.

7.2. Atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi – ráðning í afleysingu.

Lagðar fram umsóknir um starf atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar. Fjórar umsóknir bárust um starfið. Umsóknarfrestur rann út 22. nóvember s.l. Umsækjendur eru: Anna Guðmunda Andrésdóttir, Dagný Erla Ómarsdóttir, Guðni Birkir Ólafsson og Hilmar Þór Hafsteinsson. Bæjarráð samþykkir að vinna að mati á umsóknunum á grundvelli framlagðra upplýsinga og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

 

8. Fjárhagsáætlun 2017.

Farið yfir ýmis atriði varðandi fjárhagsáætlun ársins 2017.

Bæjarráð samþykkir að boða til borgarafundar þriðjudaginn 29. nóvember 2016, til að kynna tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2017 og þriggja ára áætlun 2018 til 2020.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:46.