Bæjarráð 24.11.17
Fundargerð 2414. fundar í bæjarráði Seyðisfjarðar
Föstudaginn 24.11.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00.
Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Fjárhagsáætlun 2018.
1.1. Heimsókn í Seyðisfjarðarskóla. Í upphafi fundar sótti bæjarráð Seyðisfjarðarskóla heim og fékk kynningu hjá skólastjóra á breyttri notkun húsnæðis og starfsemi skólans.
1.2. Farið yfir ýmiss atriði varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2018-2021.
2. Fundargerðir:
2.1. Fundargerð atvinnu- og framtíðarmálanefndar frá 7.11.17.
Fundargerðin samþykkt.
2.2. Fundargerð atvinnu- og framtíðarmálanefndar frá 14.11.17.
Fundargerðin samþykkt.
2.3. Fundargerð velferðarnefndar frá 21.11.17.
Bæjarráð samþykkir að vísa 4 lið fundargerðarinnar „Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra“ til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Fundargerðin samþykkt“.
3. Erindi:
3.1. Samband íslenskra sveitarfélaga 8.11.17. Afturvirkar launaleiðréttingar.
Lagt fram til kynningar.
3.2. Umhverfisstofnun 6.11.17. Upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.
3.3. Hjartavernd ódagsett. Finnum fólk í lífshættu.
Lagt fram til kynningar.
3.4. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 16.11.17. Úrskurður í máli nr. 33/2016.
Undir þessum lið vék Margrét Guðjónsdóttir af fundi.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.
4. Samstarf sveitarfélaga:
4.1. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017 frá 1.11.17.
Lögð fram til kynningar.
4.2. Fundargerð 159. fundar félagsmálanefndar frá 14.11.17.
Lögð fram til kynningar.
4.3. Fundargerð 46.fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi frá 10.11.17.
Lögð fram til kynningar.
5. Fjármál 2017.
5.1. Skaftfell ósk um framlag.
Frestað, áfram í vinnslu.
6. Tvísöngur.
Frestað og áfram í vinnslu.
7. Umboðsmaður Alþingis – mál nr. 9333/2017.
Bæjarstjóra falið að senda svar kaupstaðarins.
8. Þjónustugjaldskrár 2018.
Farið yfir nokkrar þjónustugjaldskrár. Áfram í vinnslu.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:11.