2428. Bæjarráð 25.04.18

Fundargerð 2428. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 25.04.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 17:00. 

Fundinn sátu: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir í fjarveru Elfu Hlínar Pétursdóttur og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Hrókurinn 12.04.18. Tuttugu ára afmæli Hróksins, heimsóknir í öll sveitarfélög á Íslandi.

Bæjarráð óskar Hróknum til hamingju með afmælið og samþykkir af tilefninu framlag til Hróksins að upphæð 25.000 krónur.

1.2. Samband íslenskra sveitarfélaga 20.04.18. Nýsköpunarverðlaun ríkis og sveitarfélaga – tilnefningarfrestur til 4. maí.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir tilnefndingu frá fastanefndum kaupstaðarins um verkefni á vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar.

1.3. Alþingi 20.04.18. Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða 425. mál.

Bæjarráð vísar til fyrri umsagna og athugasemda sveitarfélaga á Aust- og Vestfjörðum  um málið. Bæjarráð telur jafnframt eðlilegt að skipulagsvald inn á fjörðum, með ströndum og í höfnum sé í höndum sveitarfélaganna.

1.4. Alþingi 20.04.18. Frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónustu), 454. mál.

Lagt fram til kynningar.

1.5. Hrífandi – félag um náttúrumenningu 20.04.18. Verndarsvæði og þróun byggðar.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að kaupstaðurinn eigi fulltrúa á ráðstefnuninni.

1.6. Mannvirkjastofnun 18.04.18. Úttektir slökkviliða 2017, BáA, Seyðisfjörður.

Úttekt Mannvirkjastofnunar vegna slökkviliða Brunavarna á Austurlandi lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa úttektinni til Brunavarna á Austurlandi.

 

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. Fundargerð 163. fundar félagsmálanefndar frá 17.04.18.

Lögð fram til kynningar.

2.2. Fundargerð 4. fundar stjórnar Heilsueflandi samfélags frá 17.04.18.

Lögð fram til kynningar.

 

3. Fjármál 2018.

Farið yfir hugmynd um að afla aukinnar þekkingar á viðhaldi snjótroðara.

Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndina og er henni fylgjandi.

Farið yfir atriði er varða málefni tengt almenningssamgöngum og SvAust. Áfram í vinnslu.

Lögð fram drög að áætlun vegna endurbóta og viðgerða á eldhúsi í félagsheimilinu Herðubreið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að undirbúningi vegna verkefnisins og að undirbúa viðauka um tilfærslu fjármuna vegna verkefnisins.

Lögð fram drög að áætlun vegna endurbóta og viðgerða í Seyðisfjarðarskóla. Áfram í vinnslu.

 

4. Samningur við Austurbrú um ferða- og markaðsmál og atvinnuþróun og nýsköpun.

Lagður fram þjónustu- og samstarfssamningur við Austurbrú um ferða- og markaðsmál og atvinnuþróun og nýsköpun fyrir árið 2018.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn.

 

5. Húsnæðismál.

Fram fer umræða um húsnæðismál.

 

6. Fjárhagsáætlun 2019.

Lögð fram áætlun um undirbúning og vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

Bæjarráð samþykkir framlagða áætlun sem send verður forstöðumönnum og nefndum.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að rammar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 verði unnir á grunni þriggja ára áætlunar, tekið verði mið af útkomu ársins 2017 og viðmiðum bæjarstjórnar um afkomu og fjárhagsstöðu kaupstaðarins.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:46.