Bæjarráð 27.03.18

Fundarboð 2425. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Þriðjudaginn 27.03.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 13.03.18.

Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð velferðarnefndar frá 13.02.18.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 7.03.18. Kolefnisbinding í skógum.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.

2.2. Alþingi 8.03.18. Þingsályktunartillaga um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Alþingi 12.03.18. Frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 8.03.12. Eftirlitsskýrsla 2018 fyrir skíðaskálann í Stafdal.

Lög fram til kynningar ásamt rannsóknarniðurstöðum vegna vatnsveitu í Stafdal.

Bæjarráð samþykkir tillögu Heilbrigðiseftirlits Austurlands um starfsleyfi fyrir sitt leyti. Um leið bendir bæjarráð á að eðlilegt sé að rekstraraðili sé handhafi leyfisins.

2.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 14.03.18. Nýr kjarasamningur við Félaga grunnskólakennara.

Kynning á kjarasamningi lögð fram til kynningar.

2.6. Sagna – samtök um barnamenningu 19.03.18. Styrkbeiðni vegna Verðlaunahátíðar barnanna.

Með vísan til gildandi fjárhagsáætlunar er ekki unnt að verða við beiðninni sem er því synjað.

2.7. Sigurveig Gísladóttir 20.03.18. Oddagata.

Erindið er til umfjöllunar í umhverfisnefnd. Í erindinu er gerð grein fyrir ástandi Oddagötu og skorti á viðhaldi. Erindið verður tekið fyrir í bæjarráði eftir umfjöllun umhverfisnefndar.

2.8. Framsóknarfélag Seyðisfjarðar 20.03.18. Samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar, fjöldi kjörinna fulltrúa.

Lagt fram til kynningar. Í erindinu er óskað eftir að skoðaðir verði kostir og gallar þess að bæjarfulltrúum verði fækkað úr sjö í fimm.

2.9. Neyðarlínan 14.02.18. Ljósleiðaralögn til Mjóafjarðar.

Í erindinu eru kynntar hugmyndir um lagningu ljósleiðara frá Seyðisfirði í Mjóafjörð um Brekkugjá í Brekkuþorp. Óskað er eftir framlagi frá Seyðisfjarðarkaupstað í verkefnið að upphæð 3 milljónir króna.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Seyðisfjarðarkaupstaður taki þátt í verkefninu á þeim forsendum sem fram koma í erindinu. Útgjöld vegna þess færist í framkvæmdaáætlun eignasjóðs vegna ljósaleiðara.

2.10. Varasjóður húsnæðismála 21.03.18. Greining KPMG á stöðu fasteigna í eigu sveitarfélaga.

Lögð fram til kynningar.

2.11. Alþingi 22.03.18. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.12. Aðalheiður Borgþórsdóttir 20.02.18. Listaverk á Herðubreið.

Í erindinu er umfjöllun um listaverkið Champ Amp eftir Söru Riel á Herðubreið vegna fyrirhugaðs viðhalds félagsheimilisins Herðubreiðar utanhúss.

Bæjarráð minnir á forsendur fyrir leyfisveitingu verksins en í þeim var m.a. ekki gert ráð fyrir að verkið yrði á Herðubreið til frambúðar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 05.03.18.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð samgöngunefndar SSA frá 22.03.18.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Fjármál 2018.

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi um samþykkt fyrir færslu gjalda að upphæð krónur 80.948 á afskriftareikning.

Bæjarráð samþykkir beiðnina á tilgreindum forsendum.  

Lögð fram tilkynning og gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um útfærslu launaþróunartryggingar vegna ákvæða kjarasamnings samningsaðila innan Alþýðusambands Íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um launaþróunartryggingu áranna 2013 til 2017. Gera þarf ráð fyrir hækkun launakostnaðar á árinu 2018.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna breytinganna.

Farið yfir ýmis fleiri atriði varðandi fjármál og rekstur ársins 2018.

 

5. Grunnleigusamningur fyrir Múlaveg 33.

Lagður fram til kynningar.

 

6. Ísland ljóstengt – Samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðararkerfa í dreifbýli á árinu 2018.

Lagður fram samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarkerfa í dreifbýli á árinu 2018.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 

7. Samningur við Héraðsskjalasafn Austfirðinga um skráningu gagna.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning miðað við að verkefninu verði skipt á tvö ár, jafnlega.

 

8. Mála og skjalakerfi.

Lagður fram tölvupóstur frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga um forsendur mats á mála- og skjalakerfum. Áfram í vinnslu.

 

9. Foss við brú.

Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir að settur verði upp foss með varanlegum hætti á Fjarðarárbrú byggðan á þeim gjörningi sem sýndur var á List í ljósi 2018.

Framkvæmdaaðilar verða höfundar gjörningsins. Kostnaðarmat við framkvæmdina verði unnið í samráði við framkvæmdaaðila og lagt fyrir bæjarráð.“

 

10. Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag við lónin.

Fram fer umræða um Lónið og nærliggjandi svæði.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir að að fara í undirbúning fyrir opna hugmyndasamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um framtíðarskipulag í kringum lónin í miðbæ Seyðisfjaðar, meðal annars m.t.t. gerðar göngustíga, gróðurs, lýsingar, áningastaða og gerðar göngubrúar frá Framnesi og yfir Lónið/ána. Bæjarráði falin framkvæmd undirbúnings.“

 

11. Skoðanakönnun – samstarf og/eða sameining sveitarfélaga.

Skilafrestur vegna skoðanakönnunar sveitarfélaga á félagsþjónustusvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs rann út þann 23. mars síðastliðinn.

Bæjarráð samþykkir að annast úrvinnslu svara og skila niðurstöðum á stöðluðu skjali til starfshóps um samstarf á vegum sveitarfélaganna.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:30.