2432. Bæjarráð 28.06.18

Fundargerð 2432. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar 

Fimmtudaginn 28.06.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Fundinn sátu:

Elfa Hlín Pétursdóttir L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Rúnar Gunnarsson L- lista,

Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindisbréf bæjarráðs.

Formaður bauð nýkjörið bæjarráð velkomið til starfa og kynnti erindisbréf þess.

 

2. Kosning ritara bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri riti fundargerðir ráðsins.

 

3. Erindi:

3.1. Ferðamálafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópur Borgarfjarðar 06.06.18. Landvarsla á Víknaslóðum og nágrenni – Beiðni um fjárframlag.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022.

3.2. Nord Marina 16.06.18. Strandarvegur 21 – teikningar og starfsleyfi.

Lagt fram erindi frá Nord Marina vegna vegna teikninga og umsóknar um starfsleyfi fyrir Nord Marina. Fyrir liggur að málið er í vinnslu umhverfisnefndar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.

3.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 14.06.18. Leiðbeiningar og tilkynning kennara vegna vals á menntunarákvæði/Launatöflu 1.08.18.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að tillögu að leiðbeiningaskjali.

3.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 18.06.18. Kynning á kjarasamningi FG_11.06_15.06.2018.

Lögð fram til kynningar.

3.5. Austurbrú 19.06.18. Samningur um Miðstöð menningarfræða.

Undir þessum lið vék Elfa Hlín af fundi og Þórunn Hrund Óladóttir kom til fundarins í hennar stað.

Í erindinu óskar Austurbrú eftir að verkefni tengd Miðstöð menningarfræða færist til Seyðisfjarðarkaupstaðar með vísan til ábyrgðaraðilasamnings aðilanna.

Bæjarstjóra falið að ræða við stjórn Austurbrúar vegna erindisins.

3.6. Samband íslenskra sveitarfélaga 20.06.18. Námsferð til Danmerkur.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um dagskrá og kostnað.

3.7. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 20.06.18. Eftirlitsskýrsla Áhaldahús.

Lögð fram til kynningar.

3.8. Ríkiskaup 21.06.18. Tilkynning um nýjan rammasamning – RK 04.01 Húsgögn.

Lögð fram til kynningar.

3.9. Dorea Educational Institute 25.06.18. Invitation to Join „Youthocracy“ network ERASMUS+ KA2 strategic partnership int the field of youth project – „Youthoracy Vol.2“

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til velferðarnefndar og ungmennaráðs.

3.10. Signý Jónsdóttir 25.06.18. Saunasmíði á Lunga.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð felur formanni ráðsins að ræða við forsvarsaðila LungA vegna verkefnisins.

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Fundargerð 10. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 4.06.18.

Lögð fram til kynningar.

 

5. Kosning endurskoðanda.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að Deloitte verði endurskoðunarfélag Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

6. Erindisbréf.

Frestað til næsta fundar.

 

7. Knattspyrnuvöllur – vinnuhópur – erindisbréf.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og formaður undirbúi drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um knattspyrnuvöll sem tilnefnt verður í þegar bréfið liggur fyrir.

 

8. Húsnæðismál.

Fram fer umræða um húsnæðismál, lóðaframboð og skipulagsmál.

 

9. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – Samningur um styrk, verknúmer 18-0045.

Lagður fram til kynningar.

 

10. Múlavegur 18-40 – Áætlun um hönnun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga vegna áætlunarinnar.

 

11. Verndarsvæði í byggð – Seyðisfjörður –áfangi II.

Tilkynning um styrk frá Minjastofnun vegna áfanga II lögð fram til kynningar.

Einnig lögð fram verk og kostnaðaráætlun frá Fornleifastofnun vegna fornleifaskráningar í áfanga II.

 

12. Persónuverndarlöggjöf.

Farið yfir ýmiss atriði vegna persónuverndarlöggjafar og lagt fram þingskjal nr 1296/2018 lög um persónuvernd og vinnslu persónuverndarupplýsinga og fundargerð frá fundi sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðar, Djúpavogs, Fljótsdalshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar um samstarf um innleiðingu og eftirfylgni persónuverndarlaga frá 19.06.2018.

Bæjarráð tekjur jákvætt í mögulegt samstarf um málið.

 

13. Starfsmannamál.

13.1. Bókasafn Seyðisfjarðar.

Auglýst var eftir forstöðumanni bókasafns í maí og frestur til að skila inn umsóknum framlengdur til  14.06.2018.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa starfið á ný laust til umsóknar með breyttri auglýsingu með tilliti til krafna sem gerðar verði til umsækjenda.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að takist ekki að manna afleysingar í sumar verði sumarlokun heimil.

 

14. Skaftfell 20 ára.

Frestað til næsta fundar.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:11.