Bæjarráð 28.06.2017

2400.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 28.06.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 31. fundar velferðarnefndar frá 20.06.17.

Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 21.06.17.

Undir lið 3 í fundargerð nefndarinnar: „Húsahótel, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi v/Lunga“, er að finna eftirfarandi tillögu: „Umhverfisnefnd samþykkir að veita jákvæða umsögn um þessa umsókn."

Bæjarráð samþykkir á grundvelli tillögu umhverfisnefndar að veita jákvæða umsögn um umsókn um tækifærisleyfi frá Húsahóteli vegna LungA 2017.

Undir lið 4.3 í fundargerðinni: „Umsókn um byggingarleyfi á Hafnargarðinum frá Handverksmarkaðnum. Framlenging á lóðarsamningi vegna Hafnargarðsins, bókun“, er að finna samþykkt umhverfisnefndar um byggingarleyfi fyrir Handverksmarkaðinn með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Bæjarráð vísar í að umrætt svæði og ákvörðun um nýtingu þess er á forræði hafnarmálaráðs sem hefur samþykkt að veita Hafnarmarkaðnum áframhaldandi afnot af umræddu svæði til eins árs.

Bæjarráð samþykkir um lið 5 í fundargerðinni: „Afbrigði garðalosunarsvæði“, að vísa honum til skoðunar hjá bæjarverkstjóra.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Samband íslenskra sveitarfélaga 15.06.17. Meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Knattspyrnudeild Hugins 22.06.17. Knattspyrnuvöll við Garðarsveg.

Í erindinu er óskað eftir upplýsingum um framkvæmdir við Garðarsvöll og endurbætur á honum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

2.3. Samorka 26.06.17. Drög að reglugerð um fráveitur og skólp.

Lögð fram

2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 27.06.17. Sveitarfélög sýna vináttu í verki.

Erindið varðar náttúruhamfarir á Grænlandi 18.júní síðastliðinn.

Bæjarráð samþykkir að veita 100.000 króna framlagi til verkefnisins.

2.5. Austurbrú 27.06.17. Evrópsk nýsköpunarverðlaun.

Í erindinu er leitað eftir upplýsingum um þróunarverkefni í sveitarfélögum og opinberum stofnunum.

Bæjarráð telur að sameining og endurskipulagning Seyðisfjarðarskóla geti fallið vel að þeim viðmiðum sem tiltekin eru í erindinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma umbeðnum upplýsingum á framfæri við Nýsköpunarmiðstöð í samræmi við umræður á fundinum. 

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 2. fundar um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland frá 20.06.17.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð 10. fundar stjórnar SSA frá 20.06.17.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Fjármál 2017.

Lögð fram yfirlit um fjárhagsstöðu 30.04.17.

 

5. Atburðir vegna vatnsveðurs og skriðufalla 24. og 25.06.17.

Bæjarstjóri fór yfir atburði, viðbrögð og björgunaraðgerðir vegna þeirra. Unnið er að mati á tjóni sem orðið hefur. Jafnframt er reynt að leggja mat á hugsanlegar endurbætur sem dregið geta úr því. Unnið verður að því að leggja mat á kostnað af hálfu kaupstaðarins við endurbætur og hreinsun.

Bæjarráð þakkar starfsmönnum kaupstaðarins og öðrum sem komu að björgunaraðgerðum í vatnsveðrinu góð störf sem drógu verulega úr tjóni sem annars hefði orðið. Einnig þakkar bæjarráð Viðlagatryggingu fyrir skjót viðbrögð eftir viðvörun um atburði í uppsiglingu og markviss viðbrögð vegna þeirra.

 

6. Samningur vegna byggingastjórnunar við Seyðisfjarðarskóla.

Samningur við Þorstein Erlingsson um byggingarstjórn vegna breytinga í Seyðisfjarðarskóla lagður fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:42.