Bæjarráð 29.06.16

2364. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 29.06.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Hildur Þórisdóttir í fjarveru Þórunnar Hrundar Óladóttur, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Samtök atvinnulífsins 15.06.16. Hækkun mótframlags í lífeyrissjóði.

Lagt fram til kynningar.

1.2. Síldarvinnslan hf. 15.06.16. Arðgreiðslu til hluthafa fyrir rekstrarárið 2015.

Lagt fram til kynningar. Í erindinu er tilkynnt um arðgreiðslu til kaupstaðarins fyrir árið 2015 sem er 111.029 krónur að frádregnum fjármagnstekjuskatti.

1.3. Vegagerðin 21.06.16. Sjóvarnir, beiðni um staðfestingu framkvæmda og framkvæmdaleyfi.

Bæjarráð staðfestir heimild til handa Vegagerðinni til framkvæmdanna og felur byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna þeirra.

1.4. Skipulagsstofnun 16.06.16. Landsskipulagsstefna 2015-2026.

Í erindinu er kynnt samþykkt þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026 og framfylgd hennar.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna bæjarstjóra sem tengilið á samráðsvettvang um framfylgd stefnunnar.

1.5. Ferðaþjónustan Ariel ehf. 23.06.16. Umsókn um lóðirnar Lönguhlíð 4 og 5. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðunum Lönguhlíð 4 og Lönguhlíð 5 til Ferðaþjónustunnar Ariel ehf.

1.6. Austurbrú ses. 27.06.16. Miðstöð menningarfræða.

Lögð fram bókun frá fundi stjórnar Austurbrúar ses. frá 11.05.16 vegna Miðstöðvar menningarfræða. Með niðurstöðu stjórnar Austurbrúar ses. eru ekki forsendur fyrir ábyrgðaraðild verkefnisins eins og gert var ráð fyrir.

Bæjarstjóra falið að tilkynna Austurbrú ses. um að ábyrgðaraðildin gangi til baka í samræmi við 11. tölulið í samningi um ábyrgðaraðild.

1.7. Samband íslenskra sveitarfélaga 28.06.16 Sameinuðu þjóðirnar – úttekt á stöðu mannréttindamála.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar í velferðarnefnd.

 

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. Fundargerð 9. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 23.06.16. Lögð fram til kynningar.

 

3. Econoline tækjabíll – Verðáætlun vegna breytinga.

Lögð fram áætlun um kostnað að innrétta Econoline bíl slökkviliðsins sem tækjabíl.

Bæjarráð samþykkir að heimila slökkviliðinu að láta vinna breytingarnar á forsendum og innan kostnaðarliða framlagðrar áætlunar.

 

4. Norðurgata – endurgerð yfirborðs götunnar.

Samþykkt að kynna íbúum og rekstraraðilum við Norðurgötu framlagðar hugmyndir um fyrsta hluta endurgerðar yfirborðs götunnar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:13.