Bæjarráð 08.02.17

2386.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 8.02.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir. Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 27. fundar velferðarnefndar frá 31.01.17.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 1d, í fundargerðinni að vísa tillögunni til gerðar næstu fjögurra ára fjárhagsáætlunar.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur 18.01.17. Kynningarbréf TGJ-Teiknistofu.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 31.01.17. Sýnataka af geisluðu neysluvatni.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Samorka 02.02.17. Fundarboð aðalfundar Samorku 2017.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Samorka 03.02.17. Samorkuþing 2017.

Lagt fram til kynningar.

2.5. Ungt Austurland 02.02.17. Styrkbeiðni.

Í erindinu er óskað eftir að fá að kynna samtökin og vinnu þeirra fyrir fulltrúum kaupstaðarins.

„Bæjarráð samþykkir að bjóða samtökunum að koma til fundar við fulltrúa kaupstaðarins í bæjarstjórn, velferðarnefnd og ungmennaráði næstkomandi miðvikudag kl. 15:00, fundarboð verður sent út þegar nær dregur.“

2.6. Innanríkisráðuneytið 06.02.17. Drög að reglugerð um útlendingamál til umsagnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar og eða gerðar tillögu að umsögn kaupstaðarins í velferðarnefnd.

2.7. Fljótsdalshérað 06.02.17. Grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð fundar samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 31.01.17.

Lögð fram til kynningar.

Bæjarráð þakkar höfðinglegar móttökur í kynningu í Stafdal s.l. mánudag.

3.2. Fundargerð 28. fundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 2.01.17.

Lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 5 í fundargerðinni að fela bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um efni málsins.

3.3. Fundargerð 5. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 31.01.17.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Heilsueflandi samfélag og nefndir.

Farið yfir beiðni þjónustu- og forvarnarfulltrúa um að  fastanefndir kaupstaðarins tilnefni fulltrúa sína í heilsueflandi samfélag.

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir að fastanefndir kaupstaðarins tilnefni fulltrúa, hver  innan sinnar nefndar, sem hefur sjónarmið og markmið  heilsueflandi samfélags að leiðarljósi i störfum nefndarinnar.“

 

5. Ísland ljóstengt.

Lagðar fram upplýsingar um verkefnið Ísland ljóstengt 2017 fyrirspurnir og svör.

 

6. Herðubreið.

Farið yfir stöðu málsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að undirbúningi og boða tilboðsgjafa til fundar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:17.