Bæjarstjórn 08.03.17

1721. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn, 8. mars 2017, hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Vilhjálmur Jónsson, Örvar Jóhannsson í fjarveru Unnars Sveinlaugssonar  og Hildur Þórisdóttir í fjarveru Þórunnar Hrundar Óladóttur. Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn. Forseti leitaði afbrigða að bæta inn lið nr. 8 : Kjör í Atvinnu- og framtíðarnefnd. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2387

Eftirfarandi fundargerð var lögð fram til kynningar :

Ferða- og menningarnefndar frá 6.02.17

 

Tillaga undir lið 1.1. vegna liðar 2 í fundargerð ferða og menningarnefndar tekin fyrir undir lið 3 á dagskrá. 

Tillaga undir lið 1.1. vegna liðar 5 í fundargerð ferða- og menningarnefndar tekin fyrir undir lið 4 á dagskrá.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Elfa Hlín um lið 2.15, Örvar um lið 2.10, Arnbjörg um liði 2.6 og 5 og bæjarstjóri.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2388

Eftirfarandi fundargerð lög fram til kynningar :

Umhverfisnefnd frá 27.02.17

 

Tillaga undir lið 1.1. vegna liðar 2 í fundargerð umhverfisnefndar er tekin fyrir undir lið 7 á dagskrá.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina og Arnbjörg um lið 7.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Stefnumótun fyrir sameinað bókasafn.

Tekin fyrir eftirfarandi tillaga úr lið 1.1. í fundargerð bæjarráðs nr. 2387. 

„Bæjarstjórn samþykkir að unnin verði stefnumótun fyrir sameinað bókasafn. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að fela ferða- og menningarnefnd og fræðslunefnd að leggja fram sameiginleg drög að stefnu fyrir hið sameinaða safn.“

Til máls tóku bæjarstjóri, Elfa Hlín, Íris Dröfn, Hildur, Örvar, Margrét, Örvar, Arnbjörg og bæjarstjóri.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu.

Tekin fyrir eftirfarandi tillaga tillaga úr lið 1.1. í fundargerð bæjarráðs nr. 2387.

„Bæjarstjórn samþykkir að bæjarstjóra verði falið að skrifa undir yfirlýsinguna um ábyrga ferðaþjónustu“.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.01.17.

Lögð fram til kynningar.

 

6. Fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.02.17. 

Lögð fram til kynningar.

 

7. Vesturvegur 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Tekin fyrir eftirfarandi tillaga úr lið 1.1. í fundargerð bæjarráðs nr. 2388.

„Bæjarstjórn telur ekki unnt að veita jákvæða umsögn um umsókn, að leyfi til sölu gistingar að Vesturvegi 8, með vísan til umsagnar umhverfisnefndar sem er svohljóðandi:“Umhverfisnefnd sér sér ekki fært að samþykkja þessa breytingu með vísan til nýrra laga um veitinga- og gististaði““.

 

Greinargerð: Umsóknin lýtur að breytingu á rekstrarleyfi í flokki I skv. eldri lögum. Núverandi leyfi er fyrir 2 gesti en sótt er um breytingu á leyfinu svo það verði fyrir 8 gesti. Telur bæjarstjórn ekki unnt að veita jákvæða umsögn um umsóknina þar sem breyting á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald tóku gildi um áramót 2017, gera ekki ráð fyrir að veitt séu rekstrarleyfi í flokki I eða breyting á áður útgefnum leyfum í þeim flokki.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Íris Dröfn, Margrét, Elfa Hlín, Hildur, Íris Dröfn og Arnbjörg.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Kjör í Atvinnu- og framtíðarnefnd.

Tillaga um breytingu á aðalmanni í atvinnu- og framtíðarnefnd

„Guðjón Már Jónsson kemur sem aðalmaður í stað Arnar Kjartanssonar.“

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 17:49.