Bæjarstjórn 08.06.16

1711.  fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Fimmtudaginn 8. júní 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn klukkan 16:00. 

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Halla Dröfn Þorsteinsdóttir í stað Þórunnar Hrundar Óladóttur, Unnar Sveinlaugsson og Vilhjálmur Jónsson. Fundarritari var Vilhjálmur Jónsson.

Vegna trúnaðarupplýsinga var fundurinn lokaður.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn. Í upphafi fundar var lagt fram kjörbréf fyrir Höllu Dröfn Þorsteinsdóttur.

Dagskrá:

1. Starfsmannamál, ráðning skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.

Fyrir fundinum lá auglýsing um starfið, umsóknargögn umsækjenda og mat frá ráðgjafafyrirtækinu Hagvangi. 

Til máls tóku Arnbjörg, Unnar, Margrét, Hildur, Margrét, Íris, Hildur, Arnbjörg, Margrét, Vilhjálmur, Hildur, Unnar og Halla Dröfn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir að bjóða Svandísi Egilsdóttur starf skólastjóra Seyðisfjarðarskóla. Það er mat bæjarstjórnar að Svandís hafi best uppfyllt í hlutlægu mati þá mikilvægustu þætti í kröfum sem gerðar voru til umsækjenda. Að mati bæjarstjórnar leiða menntun, þekking, reynsla, leiðtogahæfileikar og samskiptahæfni Svandísar til þess að hún er talin vera hæfust umsækjenda í starfið. Persónuleikapróf og viðtöl styrktu það mat enn frekar.

Bæjarstjórn felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við Svandísi Egilsdóttur.“

Tillagan samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 17:02.