Bæjarstjórn 10.05.17

1723. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn, 10. maí 2017, hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hefst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru: Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Örvar Jóhannsson í fjarveru Unnars Sveinlaugssonar og Hildur Þórisdóttir í fjarveru Þórunnar Hrundar Óladóttur. Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu. 

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Ársreikningur fyrir árið 2016 síðari umræða

Hér kom Sigurður Álfgeir endurskoðandi kaupstaðarins til fundarins. Hann kynnti ársreikning og skýrslu endurskoðanda.

Helstu niðurstöður ársreiknings 2016:

  • Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu var jákvæð um 50,5 millj. kr. en niðurstaða A-hluta var jákvæð um 9,9 millj. kr.
  • Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 151,7 millj. kr. en 74,5 millj. kr. í A-hluta.
  • Skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta námu 1.159 millj. kr. í árslok 2016 en 600,5 millj. kr. í A-hluta.
  • Eigið fé A- og B-hluta nam um 161 millj. kr. í árslok en eigið fé A-hluta nam um 275 millj. kr.
  • Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. skilgreiningu í reglugerð um fjárhagsleg viðmið nr. 502/2012, nemur 122% í árslok 2016 en þetta hlutfall var 134% í árslok 2015.

 

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir ársreikning fyrir árið 2016.“

 

Ársreikningur samþykktur með sjö greiddum atkvæðum. 

Hér var gert hlé til að undirrita ársreikning.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2393 

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að svara erindi því sem fram kemur í lið 1.10 og senda bæjarfulltrúum afrit af svarinu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Örvar um lið 1.10, Elfa Hlín og bæjarstjóri um fylgigögn með fundarboði.

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2394

Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til kynningar :

Ferða- og menningarnefnd frá 24.04.17
Umhverfisnefnd frá 24.04.17 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Svava um lið 4.1, Elfa Hlín um lið 8 og bæjarstjóri um lið 4.1.

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

4. Vesturvegur 8. Gistileyfi í flokki II – Minna gistiheimili, umsögn

Tillaga að umsögn bæjarstjórnar er eftirfarandi.

„Sótt er um gististað í flokki II, minna gistiheimili skv. 3. gr. laga nr. 85/2007. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi. Gestafjöldi 8 til 10. 

Lokaúttekt hefur farið fram og starfsemi er að öðru leyti í samræmi við byggingarleyfi.

Húsið stendur á svæði þar sem skilgreind landnotkun er íbúðasvæði samkvæmt aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Samkvæmt 2. gr. 4. mgr. í reglugerð nr. 1277/2016 telst minna gistiheimili vera gisting í atvinnuhúsnæði.

Ekki eru til reglur um afgreiðslutíma gististaða og er í því sambandi vísað til lögreglusamþykktar Seyðisfjarðar.

Starfsemi er ekki í samræmi við skipulagsskilmála og bæjarstjórn Seyðisfjarðar veitir því neikvæða umsögn.

Umsögn Haust liggur fyrir og er neikvæð.

Umsögn eldvarnareftitlits liggur ekki fyrir.“

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti tillöguna.

Umsögn samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð bæjarráðs nr. 2395    

Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til kynningar :

Velferðarnefnd frá 25.04.17
Fræðslunefnd frá 25.04.17

 

Tillaga undir lið 1.1. „Fundargerð 29. fundar velferðarnefndar frá 25.04.17.“er tekin fyrir í lið 6 í fundargerð bæjarstjórnar 

Tillaga undir lið 4 „Reglur um stofnframlög.“er tekin fyrir í lið 7 í fundargerð bæjarstjórnar.

Tillaga undir lið 5 „Starfsmannastefna“ er tekin fyrir í lið 8 í fundargerð bæjarstjórnar.

Tillaga undir lið 7 „Samningur um styrk – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða“  er tekin fyrir í lið 9 í fundargerð bæjarstjórnar.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Elfa Hlín, bæjarstjóri og Arnbjörg um lið 8.

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

6. Reglur um leiguíbúðir Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði.

„Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum um leiguíbúðir Seyðisfjarðarkaupstaðar.“

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti tillöguna.

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Reglur um stofnframlög.

Lögð fram drög að reglum Seyðisfjarðarkaupstaðar um stofnframlög til almennra íbúða.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti drögin, Margrét, Elfa Hlín, Svava, Örvar, bæjarstjóri, Svava, Örvar, Margrét og Arnbjörg.

 

Afgreiðslu vísað til bæjarráðs og velferðarnefndar til frekari vinnslu.

 

7. Starfsmannastefna.

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða starfsmannastefnu Seyðisfjarðarkaupstaðar.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti drögin, Elfa Hlín, Arnbjörg og bæjarstjóri.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Samningur við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða um styrk. 

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða um styrk til gerðar áningarstaðar við Neðri Staf.“

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti samninginn.

 

Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

10. Fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.03.17.

Lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

 

Fundi slitið kl. 20.04.