Bæjarstjórn 10.08.16

1714. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 10. ágúst 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir, Hildur Þórisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Vilhjálmur Jónsson og Örvar Jóhannsson í fjarveru Unnars Sveinlaugssonar. Fundarritari var Eva Jónudóttir. Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2364

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2365

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Til máls tóku Arnbjörg og bæjarstjóri.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2366

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina og lagði fram eftirfarandi tillögu:

 

„Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfisnefnd og byggingarfulltrúa að undirbúa tillögu að breytingu á aðalskipulagi í anda og með hliðsjón af samþykkt bæjarráðs í lið 6 í fundargerðinni.“

 

Til máls tóku Íris Dröfn, Arnbjörg og bæjarstjóri.

 

Fundarhlé.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð 841. fundar stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga frá 24.06.16.

 

Lögð fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 16.57.