Bæjarstjórn 11.01.17

1719. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Árið 2017, miðvikudaginn, 11. janúar, kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í íþróttamiðstöðinni Austurvegi 4 (fundarsal 3. hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Vilhjálmur Jónsson og Örvar Jóhannsson í stað Unnar Sveinlaugssonar sem boðaði forföll. Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Kynning á slysavarnargöngu 2016.

Á fundinn undir þessum lið mættu Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir f.h. Slysavarnardeildarinnar Ránar og Kristján Kristjánsson f.h. Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Þau kynntu skýrslu frá slysavarnargöngu Björgunarsveitar- og Slysavarnardeildar 2016.

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar þakkar Björgunarsveitinni Ísólfi og Slysavarnardeildinni Rán fyrir bráðnauðsynlegt framtak og greinargóða skýrslu, sem send verður bæjarverkstjóra, yfirhafnarverði, umhverfisnefnd og hafnarmálaráð til úrvinnslu. Bæjarstjórn óskar eftir að framvinduskýrsla verði send til bæjarráðs ársfjórðungslega.“

Bókun samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2381

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar :

Umhverfisnefnd frá 12.12.16

 

Undir lið 1.1. „Fundargerð umhverfisnefndar frá 12.12.16“ má finna eftirfarandi tillögur:

Vegna liðar 2 í fundargerðinni „Langitangi skipulagslýsing deiliskipulagsáforma vegna hótelbyggingar“, leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn samþykkir að kynna og auglýsa skipulagslýsingu deiliskipulagsáforma vegna hótelbyggingar í Langatanga 7“. 

Vegna liðar 4 í fundargerðinni „Breyting á aðalskipulagi Egilsstaðaflugvallar, drög að skipulagslýsingu“  leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn samþykkir með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar að senda ekki umsögn um lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Egilsstaðaflugvallar“.

Vegna liðar 5 í fundargerðinni „Breyting á aðalskipulagi 2010-2030, drög að skipulagslýsingu“ leggur bæjarráð svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn samþykkir að kynna og auglýsa og senda til umsagnar drög að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi er varðar breytta skilmála fyrir íbúðabyggð, atvinnu- og iðnaðarlóðir og breytta landnotkun í Lönguhlíð“.

 

Fundargerð og tillögur opnaðar fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Hann lagði jafnframt fram eftirfarandi breytingartillögu við drögin að skipulagslýsingunni í lið 5 í fundargerð umhverfisnefndar.

„Í kafla um markmið 2. mgr. falli brott orðin „kynningu næstu nágranna“. 2. mgr. verði eftir breytingu svohljóðandi: „Gert er ráð fyrir að leyfi til heimagistingar verði aðeins gefið út að undangenginni grenndarkynningu og að því tilskildu að leyfisbeiðandi hafi gert fullnægjandi grein fyrir nægum bílastæðum á lóð og að starfsemin verði merkt með skýrum hætti“.

 

Forseti bar upp tillögu í lið 1.1 vegna liðar 2 í fundargerð umhverfisnefndar.

„Bæjarstjórn samþykkir að kynna og auglýsa skipulagslýsingu deiliskipulagsáforma vegna hótelbyggingar í Langatanga 7“.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Vegna liðar 1.1. í fundargerðinni vegna liðar 4 í fundargerð umhverfisnefndar bar forseti upp eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn samþykkir með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar að senda ekki umsögn um lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Egilsstaðaflugvallar“.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Vegna liðar 4 í fundargerð umhverfisnefndar bar forseti upp eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn samþykkir með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar að senda ekki umsögn um lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Egilsstaðaflugvallar“.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Vegna liðar 5 í fundargerð umhverfisnefndar bar forseti upp breytingartillögu við verkefnislýsingu skipulagsgerðar.

„Í kafla um markmið 2. mgr. falli brott orðin „kynningu næstu nágranna“. 2. Mgr. verði eftir breytingu svohljóðandi: „Gert er ráð fyrir að leyfi til heimagistingar verði aðeins gefið út að undangenginni grenndarkynningu og að því tilskyldu að leyfisbeiðandi hafi gert fullnægjandi grein fyrir nægum bílastæðum á lóð og að starfsemin verði merkt með skýrum hætti“.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Forseti bar upp tillögu í lið 5 í fundargerð umhverfisnefndar.

„Bæjarstjórn samþykkir að kynna og auglýsa og senda til umsagnar drög að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi er varðar breytta skilmála fyrir íbúðabyggð, atvinnu- og iðnaðarlóðir og breytta landnotkun í Lönguhlíð með áorðnum breytingum“.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2382

Undir lið 3 „Aðalskipulagsbreyting, landnotkun á Vestdalseyri“ má finna eftirfarandi tillögu

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að unnin verði frekari stefnumótun um verkefnið á grundvelli umsagna áður en næstu skref verði ákveðin og að málið verði sérstaklega á dagskrá fundar bæjarstjórnar.

 

Forseti bar upp tillögu um að tillagan komi til umræðu og afgreiðslu undir lið 7 á dagskrá fundarins.

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Tillaga í lið 5 í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 5 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Undir lið 6 „Reglur um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings hjá Seyðisfjarðarkaupstað“ má finna eftirfarandi tillögu

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings hjá Seyðisfjarðarkaupstað“.

 

Fundargerð og tillögur opnaðar fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Forseti bar upp tillögu í lið 6 í fundargerðinni.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings hjá Seyðisfjarðarkaupstað“.

 

Tillagan samþykkt með7 greiddum atkvæðum.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð 84. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.12.16.

Lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

 

5. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2017.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2017 fyrir:

  1. Grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla
  2. Tjaldsvæði
  3. Bæjarskrifstofu“.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

6. Fjarðarheiðargöng.

Til máls tók bæjarstjóri og kynnti drög að ályktun frá bæjarstjórn um Fjarðarheiðargöng.

 

Ályktun bæjarstjórnar Seyðisfjarðar um Fjarðarheiðargöng.     
11. janúar 2017

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar skorar á Alþingi og ríkisstjórn að nú þegar verði skilgreindir  nægir fjármunir til að ljúka rannsóknaráætlun vegna Seyðisfjarðarganga undir Fjarðarheiði (Fjarðarheiðargöng) sem þegar er langt á veg komin, í samræmi við samgönguáætlun 2015 til 2018.

Með hliðsjón af óvissu um framhald verkefnisins vegna óskilgreindra fjárheimilda í fjárlögum fyrir árið 2017, er brýnt að tryggt verði að vinna við þetta mikilvæga samgönguverkefni verði ekki rofin.
Þess ber að minnast að lögð er sérstök áhersla á áframhaldandi rannsóknir og framkvæmd verkefnisins í nefndaráliti meirihluta Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015– 2018 frá 14. september 2016. Þar segir í kafla um jarðgöng: „Nú er unnið að framkvæmdum við gerð Norðfjarðarganga. Framkvæmdir hófust árið 2013 og áætlað er að þeim ljúki 2017. Er þá lagt til að framkvæmdir verði hafnar við Dýrafjarðargöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum. Meirihluti nefndarinnar áréttar að svo að hægt verði að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng þurfi heimild í fjárlögum og samþykkta samgönguáætlun. Þá er á árunum 2015–2018 gert ráð fyrir að unnið verði að jarðfræðirannsóknum í væntanlegu gangastæði Seyðisfjarðarganga en meirihlutinn telur að svigrúm sé nú til staðar til að hefja gerð Seyðisfjarðarganga samhliða gerð Dýrafjarðarganga.“

Ennfremur vill bæjarstjórn benda á þann mikla stuðning er Fjarðarheiðargöng hafa hlotið frá öllum landshlutum á samráðsfundum við gerð Samgöngu- og fjarskiptaáætlunar. Á meðfylgjandi mynd sem fengin er af vef Innanríkisráðuneytisins sést að göng milli Seyðisfjarðar og Héraðs hafa notið einna mest fylgis með næstflestar ábendingar.

 

Samgöngu- og fjarskiptaáætlun

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

7. Vestdalseyri – breyting á aðalskipulagi.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti lauslegt kostnaðarmat vegna þess.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að unnin verði frekari stefnumótun um verkefnið á grundvelli umsagna áður en næstu skref verði ákveðin og að málið verði sérstaklega á dagskrá fundar bæjarstjórnar.

 

Til máls tóku Elfa Hlín, Þórunn Hrund, Örvar, Margrét og Arnbjörg.

„Bæjarstjórn samþykkir að næsta skref í skipulagsferli Vestdalseyrarinnar sé að skoðað verði hvort og að hvaða leyti fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi Vestdalseyrarinnar samrýmist Landsskipulagsstefnu.“

 

Fundi slitið kl. 19.18.