Bæjarstjórn 11.10.16

1716. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Þriðjudaginn 11. október 2016 heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hefst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Kolbeinn Agnarsson í fjarveru Þórunnar Hrundar Óladóttur, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Vilhjálmur Jónsson og Unnar Sveinlaugsson. Fundarritari var Eva Jónudóttir. Fundargerðin var færð í tölvu. 

Forseti leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 7 „Kjörskrá við alþingiskosningar 29. október 2016“  og nr. 8 „Skipun í kjörstjórn“.

Afbrigðin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2370

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Unnar um liði 1.10 og 4, Elfa Hlín um liði 1.6 og 1.7, Unnar um lið 1.7, Arnbjörg um liði 1.7 og 1.9, bæjarstjóri um liði 1.7 og 1.9, Arnbjörg um lið 5 og bæjarstjóri um lið 5.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2371

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar :
Velferðarnefnd frá 20.09.16.
Umhverfisnefnd frá 26.09.16.

 

Undir lið 6 má finna eftirfarandi tillögu

„Bæjarstjórn samþykkir framkomna tillögu um þátttöku kaupstaðarins við innleiðingu á heilsueflandi samfélagsstefnu og stofnun stýrihóps til að fylgja innleiðingunni eftir“.

 

Fundargerð og tillaga opnaðar fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Arnbjörg um lið 7 og Elfa Hlín um lið 7.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2372

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar:
Fræðslunefnd frá 03.10.16.

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerðin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð hafnarmálaráðs, dagsett 19.09.16

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Íris Dröfn og Elfa Hlín um lið 2, bæjarstjóri um lið 2 og Unnar um lið.

 

Fundargerðin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Bréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 03.10.16. Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun.

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda forstöðumönnum kaupstaðarins erindið til kynningar.“

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 02.09.16. 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

7. Kjörskrá við alþingiskosningar 29. október 2016.

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða kjörskrá fyrir alþingiskosningar sem fram fara 29. október 2016. Jafnframt er kjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga  29. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.“

 

Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

8. Skipun í kjörnefnd

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Ólafía Stefánsdóttir komi í staðinn fyrir Örn Heiðberg Kjartansson, sem aðalmaður. Kolbeinn Agnarsson komi í staðinn fyrir Ástu Guðrúnu Birgisdóttur, sem varamaður.“

         

Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 17.35.