Bæjarstjórn 12.05.16

1710.  fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Fimmtudaginn 12. maí 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund að Hafnargötu 28 og hófst fundurinn klukkan 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Svava Lárusdóttir. 

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Ársreikningur fyrir árið 2015 síðari umræða

Hér kom Sigurður Álfgeir endurskoðandi kaupstaðarins til fundarins. Hann kynnti ársreikning og skýrslu endurskoðanda.

Til máls tóku Arnbjörg, Margrét og Sigurður Álfgeir. 

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir ársreikning fyrir árið 2015.“

Ársreikningur samþykkur með öllum greiddum atkvæðum.

 

Hér var gert hlé til að undirrita ársreikning.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2357

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Unnar um lið 1.1, Margrét um liði 1.1, 1.2, 3, 4 og 5, Svava um lið 3, Unnar um liði 3 og 6, Hildur um lið 1.4, Arnbjörg um lið 6, bæjarstjóri um liði 1.1, 1.4, 3, 4, 5 og 6, Unnar um lið 3, bæjarstjóri um lið 3, Arnbjörg um liði 4, 1.2 og 1.1 og bæjarstjóri um lið 1.1.

Bæjarstjórn tekur undir þakkir bæjarráðs til sveitarstjórnar Djúpavogshrepps varðandi stuðning við Fjarðarheiðargöng.

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2358

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:
Fundargerð atvinnu- og framtíðarmálanefndar frá 19.04.16.
Fundargerð velferðarnefndar frá 19.04.16.
Fundargerð ungmennaráðs frá 3.04.16.
Fundargerð umhverfisnefndar frá 25.04.16 

Undir lið 1.4 má finna eftirfarandi tillögur:

Vegna Langatanga 7

„Bæjarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa að undirbúa tillögu um breytingu á aðalskipulagi í samræmi við tillögu umhverfisnefndar.“

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Vegna Botnahlíðar 13

 „Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfisveitingu fyrir sitt leyti“. Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar“.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Fundargerð og tillögur opnaðar fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Arnbjörg og bæjarstjóri um liði 1.4 og 2.3.

 

Vegna liðar 2.3 í fundargerðinni tekur bæjarstjórn undir eftirfarandi bókun bæjarráðs:„Bæjarráð Seyðisfjarðar fagnar því að gert er ráð fyrir að ljúka rannsóknum vegna Fjarðarheiðarganga og að hefja undirbúning framkvæmda samkvæmt áætluninni. Bæjarráð leggur áherslu á að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist samhliða framkvæmdum við Dýrafjarðargöng sé þess nokkur kostur. Jafnframt fagnar bæjarráð áformum áætlunarinnar um vegbætur í öryggisskyni á Seyðisfjarðarvegi um Fjarðarheiði og hvetur til samþykktar umrædds hluta tillögunnar.“ Jafnframt minnir bæjarstjórn á erindi sem fulltrúar Seyðisfjarðarkaupsstaðar lögðu fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis á fundi með nefndinni 9. maí síðastliðinn. Um leið þakkar bæjarstjórn nefndinni fyrir jákvæð og málefnaleg skoðanaskipti á fundinum.

Bókunin er samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs nr. 2359

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:
Fundargerð fræðslunefndar frá 26.04.16.
Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 2.05.16. 

Undir lið 4 má finna eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir framlögð yfirfarin drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Seyðisfirði.“

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Undir lið 5 má finna eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að unnin verði breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að taka saman lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi fyrir Vestdalseyrina sem verslunar- og þjónustusvæði. Helstu forsendur breytinganna miðast við að uppbygging geti átt sér stað á eyrinni í anda liðins tíma. Horft verði til þess að Gránufélagshúsið verði endurreist sem kjarninn í uppbyggingunni. Ennfremur verði höfð hliðsjón af hugmyndum sem borist hafa þannig að þau mannvirki sem fjallað er um í gögnunum geti orðið að veruleika.“ Jafnframt er skipulagsfulltrúa falinn annar undirbúningur að aðalskipulagsbreytingunni“.

 

Eftirfarandi breytingartillaga var lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir að unnin verði breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að taka saman lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi fyrir Vestdalseyrina sem blönduð byggð; íbúðar-, verslunar- og þjónustusvæði. Helstu forsendur breytinganna miðast við að uppbygging geti átt sér stað á eyrinni. Horft verði til þess að Gránufélagshúsið verði endurreist sem kjarninn í uppbyggingunni. Ennfremur verði höfð hliðsjón af hugmyndum sem borist hafa þannig að þau mannvirki sem fjallað er um í gögnunum geti orðið að veruleika. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falinn annar undirbúningur að aðalskipulagsbreytingunni“.

Breytingartillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Undir lið 8 má finna eftirfarandi tillögu:

„Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að bæjarstjórn ráði í stöðu skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.“

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að bæjarstjórn ráði í stöðu skólastjóra Seyðisfjarðarskóla með 6 greiddum atkvæðum. Þórunn Hrund sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.

 

Fundargerð og tillögur opnaðar fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Svava um lið 2.1, Unnar um liði 3 og 7, Hildur, Unnar og Arnbjörg um lið 7, Arnbjörg, Unnar og Margrét um lið 5, Hildur um lið 7 og Þórunn, Unnar, bæjarstjóri og Margrét um lið 5.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð hafnarmálaráðs frá 25.04.16 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Margrét, Svava, bæjarstjóri, Margrét, bæjarstjóri og Arnbjörg um lið 4 og Arnbjörg, bæjarstjóri, Þórunn, Unnar og bæjarstjóri um lið 2.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 20:13