Bæjarstjórn 13.04.16

1709.  fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

 Miðvikudaginn 13. apríl 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í fundarsal íþróttamiðstöðvar (2. hæð) og hófst fundurinn klukkan 16:00.

 Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Eva Björk Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Ársreikningur fyrir árið 2015.

Á fundinn undir þessum lið mætti Sigurður Álfgeir Sigurðsson endurskoðandi. Lögð fram drög að ársreikningi kaupstaðarins fyrir árið 2015 og ársreikningum sjóða hans fyrir árið 2015. Sigurður kynnti ársreikninginn, ársreikninga sjóða og niðurstöður þeirra.

 Undir lið 4 í 2356. fundargerð bæjarráðs má finna eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir ársreikning 2015 til síðari umræðu.“

 Til máls tóku: Arnbjörg, bæjarstjóri, Sigurður Álfgeir, Arnbjörg, bæjarstjóri og Sigurður Álfgeir.

 Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2356

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar með fundargerðinni:

Ferða- og menningarnefnd frá 01.02.16.
Umhverfisnefnd frá 22.02.16.
Ferða- og menningarnefnd frá 4.04.16.
Umhverfisnefnd frá 4.04.16.

Vegna liðar 5 í fundargerð umhverfisnefndar þar sem er að finna umsögn nefndarinnar vegna umsóknar um leyfi til sölu gistingar að Austurvegi 52 leggur bæjarstjóri fram eftirfarandi tillögu.

 „Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfi til sölu gistingar að Austurvegi 52,  fyrir sitt leyti. Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar“.

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

Tillaga undir lið 4 í fundargerð var til umfjöllunar undir lið 1 í dagskrá fundarins.

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Svava um lið 2.5, Arnbjörg, bæjarstjóri og Margrét um lið 2.6, Svava um lið 2.5.

Fundargerð samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 18.40.