Bæjarstjórn 13.09.16

1715. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Þriðjudaginn 13. september 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Vilhjálmur Jónsson og Örvar Jóhannsson í fjarveru Unnars Sveinlaugssonar. Fundarritari var Eva Jónudóttir. Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn. Forseti óskaði í upphafi eftir að bæta inn afbrigði sem lið nr. 1 Björg Björnsdóttir, verkefnastjóri sveitarstjórnarmála SSA, kynnir drög að ályktunum aðalfundar SSA. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Björg Björnsdóttir, verkefnastjóri sveitarstjórnarmála SSA, kynnir drög að ályktunum aðalfundar SSA.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2367

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar :

Velferðarnefnd frá 21.06.16

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2368

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar :

Fundargerð fræðslunefndar frá 23.08.16.

Fundargerð umhverfisnefndar frá 29.08.16.

 

Undir lið 1.2 í fundargerð nr. 2368 má finna eftirfarandi tillögur:

 

Vegna liðar 1 í fundargerð umhverfisnefndar „Langitangi 7, aðalskipulagsbreyting skipulagslýsing, kynning, umsagnir.“

„Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisnefndar að vinna áfram að breytingu á aðalskipulagi er varðar breytta landnotkun í Langatanga á grundvelli skipulagslýsingar að teknu tilliti til umsagna og að höfðu samráði við umsagnaraðila“.

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Vegna liðar 6 í fundargerð umhverfisnefndar „Botnahlíð 31, umsókn um leyfi til sölu gistingar“.

„Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að orðið verði við umsókninni. Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnareftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar“.

 

Vegna liðar 7 í fundargerð umhverfisnefndar „Deiliskipulag í Lönguhlíð, tillaga að breytingu“.

„Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að landnotkun í aðalskipulagi á svæðinu verði breytt úr frístundasvæði í viðskipta og þjónustusvæði og svæði fyrir eina íbúðarhúsalóð“. 

 

Vegna tillögu um umsögn um umsókn um leyfi til sölu gistingar í Botnahlíð 31 bar forseti upp eftirfarandi tillögu:

„Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfisveitingu fyrir sitt leyti“.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhvefisnefndar um breytta landnotkun í aðalskipulagi í Lönguhlíð úr frístundasvæði í viðskipta og þjónustusvæði og svæði fyrir eina íbúðarhúsalóð sem verði unnin með breytingu á aðalskipulagi vegna samþykktar í lið 3 í  fundargerð 1714. fundar bæjarstjórnar. 

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Örvar  um liði 1.1. og 4, Margrét um liði 1.1., 1.2.og  4, bæjarstjóri um lið 4, Örvar um lið 4.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs nr. 2369

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar:

Velferðarnefnd frá 30.08.16

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Íris um lið 3.2., Örvar um liði 1, 3.2., 3.3., 6 og 11., Elfa Hlín um liði 1, 2.1., 3.2., 6 og 11., bæjarstjóri um liði 1, 3.2., 6 og 11 og Örvar um lið 1, 11

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð hafnarmálaráðs, dagsett 15.08.16

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Örvar um lið 1.4., Elfa Hlín um lið 1.4., Örvar um lið 1.4. og bæjarstjóri um lið 1.4.

 

Elfa Hlín vék hér af fundi.

 

Fundargerð samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

6. Fundargerð hafnarmálaráðs, dagsett 05.09.16

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Íris um lið 3 og bæjarstjóri um lið 3.

 

Fundargerð samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 19.05.