Bæjarstjórn 13.09.17

1726. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn, 13. september 2017, hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir í fjarveru Elfu Hlínar Pétursdóttur, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Örvar Jóhannsson í fjarveru Unnars Sveinlaugssonar og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu. 

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2404

Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram með fundargerðinni :

Ferða- og menningarnefnd frá 14.08.17.

Umhverfisnefnd frá 21.08.17.

Velferðarnefnd frá 22.08.17.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina og Örvar um lið 4.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2405

Eftirfarandi fundargerð er lögð fram með fundargerðinni :

Fræðslunefnd frá 29.08.17.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Þórunn Hrund um lið nr. 5, Svava um lið nr. 4, Örvar um liði nr. 4 og 5 og bæjarstjóri um liði nr. 4 og 5.

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð hafnarmálaráðs, dagsett 28.08.17

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Hildur um lið 1 og bæjarstjóri.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs nr. 2406

Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram með fundargerðinni :

Ferða- og menningarnefnd frá 4.09.17.

Atvinnu- og framtíðarmálanefnd frá 5.09.17.

 

Lögð fram eftirfarandi tillaga :

Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs um Fjarðarheiðargöng í fundargerð SSA frá 29.08.17 í lið 3.1. í fundargerð ráðsins sem er eftirfarandi:

 

„Bæjarráð tekur undir bókun í lið 3.1. í fundargerðinni um Fjarðarheiðargöng sem sýnir svo ekki verður um villst að full eining er meðal sveitarfélaga á Austurlandi um að Fjarðarheiðargöng eru forgangsverkefni í samgöngumálum á Austurlandi. Að gefnu tilefni áréttar bæjarráð sérstaklega að sú niðurstaða byggir á ítarlegum samanburði á jarðgangakostum og umfjöllun um þá af hálfu fagaðila, sveitarfélaga, þingmanna Norðausturkjördæmis og íbúa á Seyðisfirði á íbúafundum. Eins og fram kemur í ályktun stjórnar SSA eru Fjarðarheiðargöng nú þegar í samgönguáætlun í beinu framhaldi af Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum og unnið að undirbúningi þeirra samkvæmt rannsóknaráætlun Vegagerðarinnar.“

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

Arnbjörg vék af fundi undir lið 1.2.  Þórunn Hrund tók við stjórn fundarins.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina og Örvar um lið 1.2.

 

Örvar leggur fram tillögu:

„Eitt af mikilvægustu hlutverkum sveitarstjórna, er að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, íbúanna sem í viðkomandi sveitarfélögum búa.  Ekki síst þegar kemur að því að tryggja hlutlaust mat og aðgengi að upplýsingum þegar miklar breytingar eiga sér stað vegna ákvarðana ríkisins og fyrirtækja í eigu ríkisins.

Í ljósi ákvörðunar Rarik um að hætta rekstri fjarvarmaveitu fyrirtækisins á Seyðisfirði legg ég því fram eftirfarandi tillögu:

 

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að koma á fót starfshóp um orkumál til að vinna að upplýsingaöflun og tillögum, fyrir bæjaryfirvöld, íbúa og fyrirtæki, að framtíðarlausnum til húshitunar.
Bæjarstjóra, í samráði við formann atvinnu- og framtíðarmálanefndar, verði falið að útfæra hlutverk starfshópsins, tilnefna og skipa fulltrúa í hópinn.“

 

Margrét tók til máls og lagði til að framkominni tillögu yrði vísað til bæjarráðs.

Örvar tók til máls og lagði til að framkominni tillögu yrði vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu .

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Þórunn Hrund.

 

Síðari tillaga Örvars er samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.

 

Arnbjörg mætir aftur til fundarins og tekur við stjórn hans.

 

Til máls um fundargerðina tóku Hildur um lið 3.1., Arnbjörg, Margrét og Arnbjörg.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð 852. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 01.09.17

Lögð fram til kynningar.

 

„Bæjarstjórn þakkar Stjórn sambandsins og sviðsstjórum fyrir góðan fund og ánægjulega heimsókn til Seyðisfjarðar þann 1. september sl.“

 

6. Minningarskjöldur um Bjarna Dísu.

Gönguklúbbur Seyðisfjarðar hefur í samstarfi við og að frumkvæði Kristínar Steinsdóttur rithöfundar sett upp minningarskjöld á vörðu í Stafdal um Þórdísi Þorgeirsdóttur,  Bjarna-Dísu, sem lést á voveiflegan hátt í Stafdalnum árið 1797. 

 

„Um leið og bæjarstjórn fagnar framtakinu eru Kristínu Steinsdóttur og Gönguklúbbi Seyðisfjarðar færðar þakkir fyrir framtakið, í minningu Þórdísar.“

 

Bókunin er samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

7. Samkomulag um Tvísöng.

Lögð fram drög að samkomulagi um viðhald og aðgengi að Tvísöng.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Margrét, Arnbjörg og Þórunn Hrund.

 

Málinu er vísað til bæjarráðs.

 

Fundi slitið kl. 18.01.