Bæjarstjórn 13.12.17

Fundargerð

1729. fundar bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn, 13. desember 2017, kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00.

Fundinn sátu: Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir í fjarveru Svövu Lárusdóttur, Vilhjálmur Jónsson, Rúnar Gunnarsson í fjarveru Unnars Sveinlaugssonar og Þórunn Hrund Óladóttir.  Fundarritari var Eva Jónudóttir. 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2414

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar :

Atvinnu- og framtíðarmálanefndar, frá 7.11.17.

Atvinnu- og framtíðarmálanefndar, frá 14.11.17.   

Velferðarnefndar, frá 21.11.17.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Elfa Hlín og bæjarstjóri um lið 2.3.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2415

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2416

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar :

Atvinnu- og framtíðarmálanefndar, frá 27.11.17

Fræðslunefndar, frá 28.11.17

Ferða- og menningarnefndar, frá 4.12.17.

 

Tillaga undir lið 4 í fundargerðinni er færð til liðar 6 í dagskrá.

 

Tillaga undir lið 5 í fundargerðinni er færð til liðar 8 í dagskrá.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð hafnarmálaráðs, dagsett 8. og 11.12.17

 

Tillaga undir lið 8 í fundargerðinni er færð til liðar 7 á dagskrá.

 

Tillaga undir lið 9 í fundargerðinni er færð til liðar 8 á dagskrá.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Elfa Hlín um liði 2.3., 2.12., 2.4., .2.7. og 5, Íris Dröfn um liði 2.5. og 3 , Arnbjörg um lið 12, Rúnar um lið 2.5. og bæjarstjóri.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.11.17

 

Lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er opnuð fyrir umræðu.

 

Enginn tók til máls.

 

6. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2018

Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagðar tillögur að þjónustugjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2018 fyrir:

 1. Seyðisfjarðarskóla – leikskóladeild.
 2. Seyðisfjarðarskóla – grunnskóladeild.
 3. Seyðisfjarðarskóla – listadeild.
 4. Bókasafn Seyðisfjarðar
 5. Vinnuskóla – garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja.
 6. Leikjanámskeið.
 7. Íþróttamiðstöð.
 8. Sundhöll
 9. Sorphirðu og sorpeyðingu-meðhöndlun úrgangs.
 10. Tjaldsvæði.
 11. Bæjarskrifstofu.
 12. Áhaldahús - Gjaldskrá innri þjónustu.
 13. Vatnsveitu.
 14. Fráveitu.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2018

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2018.

 

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2018.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2019 - 2021.

 

Lagður fram ársreikningur fjáhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar 2019 -2021, rekstar – efnahags- og sjóðstreymisyfirlit áætlunarinnar og drög að greinargerð með fjárhagsáætlun 2018 – 2021.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki,stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2019-2021.“

 

Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2018“.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Margrét, Þórunn Hrund og bæjarstjóri.

 

Eftirfarandi tillaga borin upp:

„Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2019 – 2021.“

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Fundi var slitið kl. 17.58.