Bæjarstjórn 14.02.18

1731. fundur í bæjarstjórn Seyðisfjarðar.

Miðvikudaginn, 14. febrúar 2018, kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal í Silfurhöll, Hafnargötu 28 og hófst fundurinn kl. 16:00.

Fundinn sátu: Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir í fjarveru Elfu Hlínar Pétursdóttur, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Óla B. Magnúsdóttir í fjarveru Unnars Sveinlaugssonar og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð hafnarmálaráðs, 23.01.18

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2420

Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til kynningar :
Ferða- og menningarnefnd, dagsett 15.01.18.
Velferðarnefnd, dagsett frá 16.01.18.
Fræðslunefnd, dagsett 23.01.2018.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina,  Svava um lið 1.1., Arnbjörg um lið 2.2 og lið 6, bæjarstjóri svarar og Arnbjörg um sama lið.

 

Vegna liðar 6 í fundargerðinni „Uppgjör við Brú lífeyrissjóð“ er eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. og ganga frá uppgjöri við Brú lífeyrissjóð vegna skuldbindinga kaupstaðarins  vegna uppgjörs þeirra lífeyrisskuldbindinga sem um ræðir. Skuldbindingin skiptist í Jafnvægissjóð sem nemur 2.662.566 krónum, Lífeyrisauka sem er uppreiknuð framtíðarskuldbinding að upphæð 13.770.886 krónur og Varúðarsjóð að upphæð 1.481.513 krónur.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Í skugga valdsins.

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði:

„Seyðisfjarðarkaupstaður áskilur sér rétt til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi. Einnig skulu þeir sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi sínu og að aðgerðaráætlun sé skýr. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Seyðisfjarðarkaupstaður hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt við greiðslu styrkja.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Arnbjörg.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2421

Eftirfarandi fundargerð var lögð fram til kynningar :
Umhverfisnefnd, dagsett 29.01.18.

 

Tillögur undir lið 1.1. færð til liðar 5 og 6 í fundargerð

Tillaga undir lið 2.5. færð til liðar 7 í fundargerð

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Þórunn Hrund um liði 5 og 8, Hildur um liði 6 og 11, Svava um lið 11 og bæjarstjóri svaraði. Arnbjörg, Margrét og bæjarstjóri um lið 5.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Davíðsstaðir tillaga á vinnslustigi

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn :

 „Með vísan til tillögu umhverfisnefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við verkefnislýsingu fyrir tillögu að breyttu aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Davíðsstaðir áður Hleinagarður II“.

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Lagarfell tillaga á vinnslustigi

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Með vísan til tillögu umhverfisnefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, blönduð byggð í Fellabæ“.

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. „Sænska módelið“.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir að Seyðisfjarðarkaupstaður verði aðili að verkefninu „Sænska módelið“ á vegum Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, og felur bæjarstjóra að undirrita viðaukann“.

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku bæjarstjóri, Svava, Þórunn Hrund, Svava, Arnbjörg, bæjarstjóri og Arnbjörg.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Fundargerð 856 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.12.17.

                         

Fundi var slitið kl. 17:25.