Bæjarstjórn 14.03.18

1732. bæjarstjórnarfundur.

Miðvikudaginn, 14. mars 2018, kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal í Silfurhöll, Hafnargötu 28 og hófst fundurinn kl. 16:00. 

Fundinn sátu: Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir.  Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs, dagsett 23.02.18, nr. 2422

Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til kynningar :  

Ferða- og menningarnefnd frá 5.02.18.

Velferðarnefnd frá 13.02.18.

Atvinnu- og framtíðarmálanefnd, frá 15.02.18.

 

Tillögu undir lið 2.2. í fundargerð er vísað til liðar 2 á dagskrá.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Umgengnisreglur fyrir sparkvöll

Fyrir liggur eftirfarandi tillaga frá velferðarnefnd og drög að umgengnisreglum fyrir sparkvöll.

 

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar umgengnisreglur fyrir sparkvöll“.

 

Til máls tóku Elfa Hlín, Margrét, Unnar, Svava og Margrét.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar umgengnisreglur fyrir sparkvöll.

 

3. Skoðanakönnun

Lagt fram form fyrir skoðanakönnun sem samstarfsnefnd sveitarfélaga á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs leggur til við sveitarstjórnir að framkvæmd verði í sveitarfélögunum.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

„Bæjarstjórn samþykkir að Seyðisfjarðarkaupstaður taki þátt í könnun um sameiningu og/eða samstarf sveitarfélaga á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Margrét, Arnbjörg, Þórunn Hrund, Svava, Elfa Hlín, Margrét, Arnbjörg, bæjarstjóri og Arnbjörg.

        

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs, dagsett 01.03.18, nr. 2423

Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til kynningar : 

Ungmennaráð frá 11.02.18.

Umhverfisnefnd frá 27.02.18.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Svava um liði 3.3. og 9, Elfa Hlín um liði 3.3., 5 og 9, Margrét um lið 3.3.,  Þórunn Hrund um liði 5 og 7 og bæjarstjóri. 

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð bæjarráðs, dagsett 07.03.18, nr. 2424

Tillögu undir lið 3 í fundargerð er vísað til liðar 6 í dagskrá.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Svava um lið 5, Arnbjörg um lið 5, Þórunn Hrund um lið 4 og bæjarstjóri.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Verkefnislýsing svæðisskipulags Austurlands.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að verkefnislýsing svæðisskipulags Austurlands gangi í hefðbundið umsagnarferli.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Fundargerð 857 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.02.18.

 

Fundi var slitið kl. 17:21.