Bæjarstjórn 14.05.18

Fundargerð 1734. fundar bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Mánudaginn, 14. maí 2018, kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal í Silfurhöll, Hafnargötu 28 og hófst fundurinn kl. 16:00.

Fundinn sátu: Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir.  Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Ársreikningur 2017 – síðari umræða

Hér kom Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi kaupstaðarins til fundarins. Hann kynnti ársreikning og skýrslu endurskoðanda.

Helstu niðurstöður ársreiknings 2017:

  • Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu var jákvæð um 123,6 millj. kr. en niðurstaða A-hluta var jákvæð um 51,7 millj. kr.
  • Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 209,4 millj. kr. en 98,1 millj. kr. í A-hluta.
  • Skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta námu 1.149,4 millj. kr. í árslok 2017 en 720,2 millj. kr. í A-hluta.
  • Eigið fé A- og B-hluta nam um 301,5 millj. kr. í árslok en eigið fé A-hluta nam um 342,7 millj. kr.
  • Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. skilgreiningu í reglugerð um fjárhagsleg viðmið nr. 502/2012, nemur 108% í árslok 2017 en þetta hlutfall var 122% í árslok 2016.

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir samstæðuársreikning Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2017.“

Ársreikningur samþykktur með sjö greiddum atkvæðum. 

Hér var gert hlé til að undirrita ársreikning.

Hér vék Hólmgrímur af fundi.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2427

Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til kynningar :  
Ferða- og menningarnefnd frá 09.04.18.
Velferðarnefnd frá 10.04.18.
Umhverfisnefnd frá 12.04.18.

 

Fundargerðin opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Unnar um lið 4.1, Þórunn Hrund um liði 4.8.-11, bæjarstjóri til svara, Svava um lið 4.9, Arnbjörg um lið 10, bæjarstjóri til svara.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Ályktun frá Ungmennaráðstefnu UMFÍ 2018

Ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ lögð fram til umfjöllunar samkvæmt tillögu velferðarnefndar.

 

Til máls tóku formaður velferðarnefndar sem kynnti ályktunina og Þórunn Hrund.

 

4. Fundargerð bæjarráðs nr. 2428

Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til kynningar : 
Félagsmálanefnd frá 17.04.18.
Heilsueflandi samfélag frá 17.04.18. 

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Nýsköpunarverðlaun ríkis og sveitarfélag

Lagt fram erindi frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018. Frestur til að skila tilnefningum hefur verið framlengdur til miðnættis 14. maí 2018.

Til máls tók bæjarstjóri.

Fundarhlé.

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna sameiningu skólanna á Seyðisfirði – Seyðisfjarðarskóla til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018.“

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða

Eftirfarandi er umsögn bæjarráðs um frumvarpið:

Bæjarráð vísar til fyrri umsagna og athugasemda sveitarfélaga á Aust- og Vestfjörðum  um málið. Bæjarráð telur jafnframt eðlilegt að skipulagsvald inn á fjörðum, með ströndum og í höfnum sé í höndum sveitarfélaganna.

Til máls tók Arnbjörg.

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn tekur undir umsögn bæjarráðs. Jafnframt tekur bæjarstjórn undir umsagnir og álit Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um frumvarpið og að mikilvægt sé að það verði unnið í samráði við sveitarfélögin, hafnir landsins og að víðtæk sátt geti ríkt um lagasetninguna í því nærumhverfi sem hún nær til.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Fundargerð bæjarráðs nr. 2429

Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til kynningar : 
Fræðslunefnd frá 24.04.18.
Umhverfisnefnd frá 30.04.18.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Hildur um lið 11, bæjarstjóri til svara. Arnbjörg um lið 11.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Stefnumótun Seyðisfjarðarkaupstaðar

Bráðabirgðaskýrsla um stefnumótun Seyðisfjarðarkaupstaðar, unnin af Dagnýju Erlu Ómarsdóttur, lögð fyrir bæjarráðsfund nr. 2429.

 

Til máls tók Arnbjörg sem kynnti skýrsluna.

 

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að vísa bráðabirgðaskýrslu um stefnumótun Seyðisfjarðarkaupstaðar til nýrrar bæjarstjórnar til umfjöllunar og innleiðingar eftir atvikum. Í því sambandi bendir bæjarstjórn á að skýrslan getur gagnast við endurskoðun aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar sem skylt er að fram fari að afloknum kosningum.“

 

Til máls tóku Margrét, Hildur og Arnbjörg til svara, Hildur, bæjarstjóri og Arnbjörg.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Stefna fyrir bókasafn

Lögð fram drög að bókasafnsstefnu fyrir Bókasafn Seyðisfjarðar.

 

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir frá bæjarráði:

Bæjarráð samþykkir, með vísan til umfjöllunar um stefnuna í ferða- og menningarnefnd, fræðslunefnd og forstöðumanna sem í hlut eiga, að staða bókasafns í stjórnskipan kaupstaðarins verði með sama hætti og verið hefur en að gert verði samkomulag milli Seyðisfjarðarskóla og safnsins um þjónustu þess við skólann.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Svava og Þórunn Hrund.

 

Fundarhlé.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að bókasafnsstefnu fyrir Bókasafn Seyðisfjarðar. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu bæjarráðs um óbreytt stjórnskipulag varðandi bókasafn og felur bæjarstjóra að vinna að samkomulagi um þjónustu safnsins við Seyðisfjarðarskóla.“

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

10. Tillaga um aukið kennslumagn 2018-2019

Fyrir liggur eftirfarandi tillaga frá fræðslunefnd vegna beiðni frá skólastjóra um aukið kennslumagn:

Skólastjóri telur tillögur um aukið kennslumagn ekki rúmast innan fjárhagsramma  ársins. Fræðslunefnd telur rök skólastjóra vera þess eðlis að bregðast þurfi við beiðni hans um aukið fjármagn til kennslumagns til að mæta aukinni þörf fyrir stuðning við nemendur og starfsfólk. Ljóst er að mikið álag var á síðasta vetri vegna veikinda og merkjanlegan óviðunandi námsárangur hjá hópi nemenda og fyrirséð er að aukið álag verði á næsta ári vegna sérkennsluverkefna og fjölgunar nemenda.“

 

Svara Lárusdóttir og Þórunn Hrund Óladóttir taka ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Margrét.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu fræðslunefndar um aukið kennslumagn fyrir skólaárið 2018-2019. 

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að skoða möguleika til sérstakrar fjármögnunar og að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun til að mæta breytingunum.“

 

Tillagan samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.

 

11. Kolefnisbinding í skógum

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir frá umhverfisnefnd:

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að hún láti taka saman upplýsingar um stöðu skógræktarsvæða í bænum.

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar um stöðu skógræktarsvæða til vinnu við endurskoðun aðalskipulags kaupstaðarins.”

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

12. Vestdalseyri – Breyting á aðalskipulagi

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir frá bæjarráði.

„Bæjarstjórn samþykkir að birta skýrsluna „Fornleifar á Vestdalseyri“ á vef kaupstaðarins og óska eftir athugasemdum og viðbótum við hana. Gefinn verði frestur til að skila athugasemdum og viðbótum til 20. júní 2018.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Arnbjörg.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

13. Fundargerð hafnarmálaráðs frá 07.05.2018

Eftirfarandi tillögu má finna undir lið 4

„Hafnarmálaráð samþykkir ársreikning hafnarsjóðs og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.“

 

Tillögu undir lið 8 má finna undir lið 15 í fundargerð

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina,  Margrét um liði 5 og 8, bæjarstjóri til svars, Margrét um sama og bæjarstjóri.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

14. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að lánssamningum við Lánasjóð sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir lántöku að fjárhæð 18 milljónum króna vegna uppgjörs aðalsjóðs við Brú lífeyrissjóð og vegna framkvæmda við hafnarmannvirki að fjárhæð 7 milljónum króna.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram vegna lánasamnings vegna Aðalsjóðs:

„Bæjarstjórn samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi númer 1734 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 18.000.000, (átján milljónir króna) með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034 í samræmi við skilmála að lánasamningi nr. 1805_68 sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. 

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. 

Er lánið tekið til uppgjörs Aðalsjóðs kaupstaðarins við Brú lífeyrissjóð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Vilhjálmi Jónssyni 220360-4749 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seyðisfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram vegna lánasamnings vegna Hafnarsjóðs:

„Bæjarstjórn samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi númer 1734 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 7.000.000, (sjö milljónir króna) með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034 í samræmi við skilmála að lánasamningi nr. 1805_69 sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.  

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. 

Er lánið tekið til framkvæmda á vegum Hafnarsjóðs Seyðisfjarðar vegna framvkæmda við hafnarmannvirki  sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Vilhjálmi Jónssyni 220360-4749 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seyðisfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

15. Viðaukar 2018

Lagt fram viðaukayfirlit – viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2018:

Viðauki nr. 2, launaliður: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 2.352.100 krónur.

Viðauki nr. 3, deild 2802, útgjöld vegna lægri tekna en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.311.834 krónur.

Viðauki númer 4, deildir 3250 og 0541, tekjur umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.900.000 krónur. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: 3250-Gamli skóli 04-211B krónur 2.000.000, 3250 Hafnargata 44 32-BÆJAR krónur 1.000.000, 3250 Suðurgata 5 32-SUNDH 1500.000 og 0541 Söguritun krónur 400.000.

Viðauki nr. 5, deild 31102 Viðhald ósundurliðað krónur 6.262.620 jafnað á deild 3250 Eignir 32-HERÐUBR.

Nettóbreyting viðauka nemur 1.236.066 tekjumegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

 

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2018:

„Viðauki nr. 6, deild 4250, Eignir: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 10.000.000 króna, viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni: 42-HAFN 10.000.000.

Viðaukanum verði mætt með lántöku 7.000.000 króna samkvæmt framlögðum lánssamningi og handbæru fé 3.000.000 króna.“

 

Í viðaukayfirlit er auk framlagðra tillagna bæjarráðs og hafnarmálaráðs að finna lántöku aðalsjóðs vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar á 1731. fundi frá 14. febrúar 2018.

 

Enginn tók til máls.

 

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða viðauka – samanber viðaukayfirlit númer 2       2018.“

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

16.  Fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.04.18.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

 

Fundi var slitið kl. 19:37

Fundargerð á 12 bls.