Bæjarstjórn 14.06.17

1724. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn, 14. júní 2017, hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hefst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru: Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir í fjarveru Margrétar Guðjónsdóttur, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Hildur Þórisdóttir í fjarveru Þórunnar Hrundar Óladóttur. Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu. 

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Kosning forseta- og varaforseta bæjarstjórnar

Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Arnbjörg Sveinsdóttir í leynilegri kosningu með 7 atkvæðum og hélt hún áfram stjórn fundarins. 

Kosinn var 1. varaforseti Elfa Hlín Pétursdóttir í leynilegri kosningu með 7 atkvæðum.

 

2. Kosning í nefndir, ráð og stjórnir til eins árs sbr. samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar, skv. 9. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011

 

Kosning í bæjarráð.

Tilnefnd voru Margrét Guðjónsdóttir formaður, Vilhjálmur Jónsson og Elfa Hlín Pétursdóttir varaformaður.

Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

 

Kosning skrifara. Tveir aðalmenn og tveir til vara. 

Tilnefndir sem aðalmenn Svava Lárusdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og til vara Unnar Sveinlaugsson og Elfa Hlín Pétursdóttir. 

Tillögur um skrifara voru samþykktar samhljóða með 7 atkvæðum.

 

Kosning fulltrúa og varafulltrúa á fund SSA.

Tilnefndir voru sem aðalmenn Elfa Hlín Pétursdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir og Vilhjálmur Jónsson. Til vara Þórunn Hrund Óladóttir, Svava Lárusdóttir og Unnar Sveinlaugsson.

Tillögur um fulltrúa voru samþykktar samhljóða með 7 atkvæðum.

 

Skólaskrifstofa Austurlands, einn fulltrúi og annar til vara á aðalfund Skólaskrifstofunnar.

Tilnefndur er bæjarstjóri og til vara formaður bæjarráðs.

Tillögur um fulltrúa voru samþykktar samhljóða með 7 atkvæðum.

 

Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Fulltrúi og varafulltrúi á aðalfund og aðra fulltrúafundi, samkvæmt samþykktum byggðasamlagsins.

Tilnefndur formaður bæjarráðs og til vara bæjarstjóri. 

Tillögur um fulltrúa voru samþykktar samhljóða með 7 atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2396

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs verður tekin fyrir undir lið 4 á dagskrá bæjarstjórnar.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Svava um lið 2.3, Arnbjörg um lið 1.16 og 5, Elfa Hlín um lið 1.9-1.11, bæjarstjóri, Hildur, bæjarstjóri, Unnar um lið 2.3.

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

4. Húsnæðisáætlun

Lögð fram frá bæjarráði fyrstu drög að húsnæðisáætlun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti áætlunina, Elfa Hlín, Arnbjörg, bæjarstjóri, Unnar, Arnbjörg og bæjarstjóri.

 

Fundarhlé.

 

„Bæjarstjórn samþykkir að húsnæðisáætlun verði áfram í vinnslu. Stefnt er á að hún verði tilbúin til staðfestingar á ágústfundi bæjarstjórnar.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð bæjarráðs nr. 2397

Eftirfarandi fundargerð var lögð fram til kynningar :

Velferðarnefnd frá 16.05.17.

 

Undir lið 1.1. í fundargerð bæjarráðs er tillaga sem verður tekin fyrir undir lið 6 í fundargerð bæjarstjórnar.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina og Íris Dröfn um lið 13.

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

6. Reglur um stofnframlög til almennra íbúða

Undir lið 2 í fundagerð velferðarnefndar frá 16.05.17 má finna eftirfarandi tillögu

„Bæjarstjórn semur og samþykkir reglur Seyðisfjarðarkaupstaðar um stofnframlög og afgreiðir tillögur bæjarráðs um veitingu einstakra stofnframlaga, tillögum skal fylgja staðfesting um fjárheimildir fyrir þeim.

Bæjarráð fer yfir umsóknir og gerir tillögur til bæjarstjórnar um afgreiðslu þeirra á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir, reglugerðar nr. 555/2016 og reglna þessara.

Bæjarstjóra er heimilt að leita faglegrar ráðgjafar eða álits innan eða utan kaupstaðarins á umsóknum og tillögum.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri um reglurnar. Svava, bæjarstjóri og Elfa Hlín.

 

Fundarhlé.

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

7. Reglur um ráðningar í störf hjá Seyðisfjarðarkaupstað

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um ráðningar í störf hjá Seyðisfjarðarkaupstað.“

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti reglurnar. Svava og bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

8. Verklagsreglur um móttöku nýrra starfsmanna hjá Seyðisfjarðarkaupstað

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar verklagsreglur um móttöku nýrra starfsmanna hjá Seyðisfjarðarkaupstað.“

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti reglurnar. Íris Dröfn, bæjarstjóri og Arnbjörg.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

9. Reglur um starfsmenntun, sí- og endurmenntun starfsmanna Seyðisfjarðarkaupstaðar

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um starfsmenntun, sí- og endurmenntun starfsmanna Seyðisfjarðarkaupstaðar.“

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti reglurnar. Elfa Hlín.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

10. Reglur og leiðbeiningar fyrir stjórnendur hjá Seyðisfjarðarkaupstað vegna eineltis á vinnustað

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur og leiðbeiningar fyrir stjórnendur hjá Seyðisfjarðarkaupstað vegna eineltis á vinnustað.“

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti reglurnar. Íris Dröfn og bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

11. Reglur Seyðisfjarðarkaupstaðar um fjarvistir og starfsendurhæfingu vegna veikinda eða slysa

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur Seyðisfjarðarkaupstaðar um fjarvistir og starfsendurhæfingu vegna veikinda eða slysa.“

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti reglurnar. Elfa Hlín og bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

12. Reglur um launalaus leyfi og lækkað starfshlutfall

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um launalaus leyfi og lækkað starfshlutfall.“

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti reglurnar.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

13. Reglur og leiðbeiningar um notkun á tölvubúnaði, tölvupósti, interneti og upplýsingakerfum fyrir notendur og stjórnendur

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur og leiðbeiningar um notkun á tölvubúnaði, tölvupósti, interneti og upplýsingakerfum fyrir notendur og stjórnendur.“

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti reglurnar. Elfa Hlín, Arnbjörg og bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

14. Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Seyðisfjarðarkaupstaðar

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Seyðisfjarðarkaupstaðar.“

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti reglurnar.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

15. Lýðræðisstefna

Til máls tók Elfa Hlín og kynnti hugmyndina. Bæjarstjóri og Arnbjörg.

„Bæjarstjóra falið að vinna drög að stefnuskjali.“

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

16. Fundargerð 4. fundar hafnarmálaráðs 2017 frá 22.05.17

Til máls tók bæjarstjóri.

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

17. Fundargerð bæjarráðs nr. 2398

Eftirfarandi fundargerð var lögð fram til kynningar :       

Fræðslunefndar frá 29.05.17.

Umhverfisnefnd frá 30.05.17.

 

Tillaga undir lið 2 í fundagerð umhverfisnefndar frá 30.05.17 er tekin fyrir undir lið 18 í fundargerð bæjarstjórnar.

 

Tillaga undir lið 3 í fundagerð umhverfisnefndar frá 30.05.17 er tekin fyrir undir lið 19 í fundargerð bæjarstjórnar.

 

Tillaga undir lið 4 í fundagerð umhverfisnefndar frá 30.05.17 er tekin fyrir undir lið 20 í fundargerð bæjarstjórnar.

 

Tillaga undir lið 5 í fundagerð umhverfisnefndar frá 30.05.17 er tekin fyrir undir lið 21 í fundargerð bæjarstjórnar.

 

Til máls tók bæjarstjóri.

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

18. Umsögn um umsókn um tækifærisleyfi frá Tækniminjasafni Austurlands

Tillaga undir lið 2 í fundagerð umhverfisnefndar frá 30.05.17 :

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 2 „Angro, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi“ til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

Tillaga að umsögn bæjarstjórnar er eftirfarandi :

“Umhverfisnefnd telur umsókn Tækniminjasafns Austurlands ekki ganga gegn reglum kaupstaðarins né lögreglusamþykkt og að starfsemin sé innan marka skipulagsskilmála.

Bæjarstjórn samþykkir á grundvelli tillögu umhverfisnefndar að veita jákvæða umsögn um umsókn um tækifærisleyfi frá Tækniminjasafni Austurland.“

 

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

19. Umsögn um umsókn um tækifærisleyfi frá  LungA

Tillaga undir lið 3 í fundagerð umhverfisnefndar frá 30.05.17 :

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 3 „Lunga, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi“ til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

Tillaga að umsögn bæjarstjórnar er eftirfarandi :

“Umhverfisnefnd telur umsókn LungA ekki ganga gegn reglum kaupstaðarins né lögreglusamþykkt og að starfsemin sé innan marka skipulagsskilmála.

Bæjarstjórn samþykkir á grundvelli tillögu umhverfisnefndar að veita jákvæða umsögn um umsókn um tækifærisleyfi frá Tækniminjasafni Austurland.“

 

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

20. Umsögn um skipulagstillögu á vinnslustig frá Borgarfjarðar-hreppi

Tillaga undir lið 4 í fundagerð umhverfisnefndar frá 30.05.17 :

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 4, „Borgarfjarðarhreppur skipulagstillaga á vinnslustig umsagnar-beiðni“ til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

Tillaga að umsögn bæjarstjórnar er eftirfarandi.

„Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögu Borgar-fjarðarhrepps – Aðalskipulagsbreyting Geitlands.“

 

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

21. Umsögn um skipulagstillögu á vinnslustig frá Fljótsdalshéraði

Tillaga undir lið 5 í fundagerð umhverfisnefndar frá 30.05.17 : Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 5, „Fljótsdalshérað  skipulagstillaga á vinnslustig umsagnarbeiðni“  til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

Tillaga að umsögn bæjarstjórnar er eftirfarandi.

„Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögu Fljóts-dalshéraðs -  Ketilsstaðir – gistiþjónusta.“

 

Enginn tók til máls.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

22. Lögreglusamþykkt

Lögð fram tillaga að lögreglusamþykkt fyrir Seyðisfjarðarkaupstað dags. 11. nóvember 2015 með athugasemdum og tillögum frá dómsmálaráðuneytinu samanber bréf dagsett 1. júní 2017.

 

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði :

„Bæjarstjórn samþykkir lögreglusamþykkt frá 11. nóvember 2015 með breytingum í samræmi við athugasemdir dómsmálaráðuneytisins samanber bréf ráðuneytisins dagsett 1. júní 2017.“

 

Til máls tók bæjarstjóri. Íris Dröfn og bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

23. Verklagsreglur og leiðbeiningar vegna umsókna um gistirekstur

Lögð fram tillaga að verklagsreglum og leiðbeiningum vegna umsókna um gistirekstur.

 

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum frá bæjarráði :

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar verklagsreglur og leiðbeiningar vegna umsókna um gistirekstur.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

24. Gjaldskrá tjaldsvæðis

Bæjarstjóri kynnti tillögu frá umsjónarmanni tjaldsvæðis um að fá heimild til að veita afslátt af gistingu á tjaldsvæðinu með því að þriðja nótt verði gjaldfrjáls með það að markmiði að gestir dvelji lengur í bænum.

 

Til máls tók bæjarstjóri.

„Bæjarstjórn samþykkir að veita heimild fyrir afslætti á gistingu á tjaldsvæðinu þannig að þriðja nótti verði gjaldfrjáls.“

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

25. Fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitar-félaga frá 19.05.17

Lögð fram til kynningar.

 

26. Sumarleyfi bæjarstjórnar

„Bæjarstjórn samþykkir að sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist 14. júní og ljúki 14. ágúst og að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 16. ágúst.Bæjarstjórn veitir bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.“

 

Tillagan samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 20:05.