Bæjarstjórn 14.12.16

1718. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn, 14. desember 2016, heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hefst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir í fjarveru Þórunnar Hrundar Óladóttur, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Vilhjálmur Jónsson og Unnar Sveinlaugsson. Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1, Fundargerð bæjarráðs nr. 2377

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar :

Velferðarnefnd, frá 18.10.16.

Velferðarnefnd, frá 26.10.16.     

Fræðslunefnd, frá 22.11.16.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2378

 

Undir lið 1.3 má finna eftirfarandi tillögu

Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar frá 31.10.16, dagskrárliður nr. 2 í fundargerð samþykkir bæjarráð að leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn samþykkir með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að umsókn um leyfi til sölu gistingar í gistiskála/sumarhúsi að Botnahlíð 33 samræmist ekki skipulagsskilmálum á svæðinu telur bæjarstjórn ekki unnt að fallast á umsóknina og synjar henni fyrir sitt leyti“.

 

Tillagan  samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Fundargerð og tillaga opnaðar fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Unnar um liði 1.2 og 4 og Elfa Hlín um lið 1.2.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2379

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs nr. 2380

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar :

Ferða- og menningarnefnd, frá 5.12.16.

Fræðslunefnd, frá 5.12.16.

 

Undir lið 2.2. má finna eftirfarandi tillögu vegna styrkúthlutunar til verkefnisins: Verndarsvæði í byggð - Seyðisfjörður

 „Bæjarstjórn samþykkir samning um verkefnið verndarsvæði í byggð fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að árita hann.“

 

Tillaga undir lið 8 er færð til liðar 7 í dagskrá.

Tillaga undir lið 9 er færð til liðar 9 í dagskrá.

 

Undir lið 10 „Áfangastaðurinn Austurland“ má finna eftirfarandi tillögu

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir þátttöku í verkefninu „Áfangastaðurinn Austurland“ á forsendum framlagðra gagna og heimilar tilgreint framlag til þess.“

 

Fundargerð og tillögur opnaðar fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Tillaga í lið 2.2 samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

Tillaga í lið 10 samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð hafnarmálaráðs, dagsett 14.12.16

 

Tillaga undir lið 8 er færð til liðar 8 í dagskrá.

Tillaga undir lið 9 er færð til liðar 8 í dagskrá.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Elfa Hlín um liði 1 og 6, Arnbjörg og bæjarstjóri um liði 1 og 6.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Fundargerð 844. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.11.16

Lögð fram til kynningar.

 

7. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2017

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2017 fyrir:

  1. Vatnsveitu
  2. Fráveitu
  3. Leikskólann Sólvelli
  4. Íþróttamiðstöð
  5. Sundhöll
  6. Bókasafn
  7. Vinnuskóli - Garðaþjónusta fyrir eldri borgara og öryrkja
  8. Áhaldahús - Gjaldskrá innri þjónustu

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Íris Dröfn.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2017

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.“

 

Til máls tók bæjarstjóri

 

9. Fjárhagsáætlun fyrir árið  2017

Fjárhagsáætlun 2017 og 2018 - 2020.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki,stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2017, þriggja ára áætlun fyrir árin 2018 til 2020 og 10 ára áætlun um þróun viðmiða 2. tl.  2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga hjá kaupstaðnum.“

        

Til máls tóku bæjarstjóri, Unnar, Elfa Hlín, Margrét, Hildur, Unnar, Arnbjörg og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum, gegn einu.

 

Fundi slitið kl. 17:36.