Bæjarstjórn 15.02.17

1720. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn, 15. febrúar 2017, heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hefst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Vilhjálmur Jónsson og Örvar Jóhannsson í stað Unnar Sveinlaugssonar sem boðaði forföll. Hildur Þórisdóttir í stað Þórunnar Hrundar Óladóttur. Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2383

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2384

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Örvar, Margrét, Elfa Hlín, Örvar og bæjarstjóri um lið 5. 

Arnbjörg vék af fundi undir umræðum um lið 5.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2385

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar :

Fræðslunefndar frá 24.01.17.

Umhverfisnefndar frá 30.01.17.

 

Tillaga undir lið 1.1. tekin fyrir undir lið 7 í dagskrá.

Tillaga undir lið 1.2. tekin fyrir undir lið 8 í dagskrá.

Tillaga undir lið 7 tekin fyrir undir lið 11 í dagskrá.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs nr. 2386

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar :

Velferðarnefnd frá 31.01.17.

 

Tillaga undir lið 4 tekin fyrir undir lið 6 í fundargerð.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Reykjavíkurflugvöllur – Neyðarbraut.

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar ályktar eftirfarandi um lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli:

Lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli svokallaðrar neyðarbrautar hefur í vetur sýnt sig vera áhættusamt hættuspil. Það hefur komið í ljós að sjúkraflugvélar hafa ekki getað lent í Reykjavík né annars staðar á Suðvesturhorninu með bráðveikt fólk sem hefur þurft á nauðsynlegri umönnun að halda á eina hátæknisjúkrahúsi landsmanna.

Með lokun brautarinnar var aðgengi að þessari bráðnauðsynlegu þjónustu sett í verulegt uppnám og áhættu. Úr því þarf að bæta án tafar með því að opna brautina á ný uns jafn örugg og trygg lausn er fundin.

Þá hefur komið í ljós að umfjöllun um brautina og að hluta rökstuðningur fyrir lokun hennar hefur verið byggður á röngum forsendum samanber ítarlega athugun Öryggisnefndar félags íslenskra atvinnuflugmanna ÖFÍA. Niðurstaðan var að útreiknaður nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar skv. ICAO staðli á braut 06/24 í skýrslu Eflu væri rangur og að ekki hefði verið tekið með í reikninginn bremsuskilyrði á flugbrautunum.

Að betur athuguðu máli eftir reynslu vetrarins hljóta málsaðilar að vilja axla ábyrgð og endurskoða þá stöðu sem sjúkraflugið hefur verið sett í.

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar skorar á borgarstjórn Reykjavíkur, Alþingi og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að tryggja öryggi íbúa landsbyggðanna og ferðafólks með því að opna neyðarbrautina að nýju, í það minnsta þangað til önnur jafn trygg og örugg leið hefur verið opnuð.”

 

Til máls tók bæjarstjóri, Elfa Hlín og Arnbjörg.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Heilsueflandi samfélag og nefndir.

„Bæjarstjórn samþykkir að fastanefndir kaupstaðarins tilnefni fulltrúa, hver innan sinnar nefndar, sem hefur sjónarmið og markmið  heilsueflandi samfélags að leiðarljósi i störfum nefndarinnar.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Gjaldskrá leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar við gjaldskrá leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla“.

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Botnahlíð 33, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

„Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, að næg bílastæði séu til staðar fyrir starfsemina og að nágrannar geri ekki athugasemdir við áhrif af starfseminni, samþykkir bæjarstjórn leyfisveitingu fyrir sitt leyti“.

 

Til máls tók bæjarstjóri og Íris Dröfn.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi.

Starfsreglurnar lagðar fram. Forseti bar upp eftirfarandi samþykkt.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagðar starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi fyrir sitt leyti“.

 

Til máls tók bæjarstjóri og Elfa Hlín.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Hér gerði forseti fundarhlé meðan að bæjarfulltrúar undirrituðu starfsreglurnar.

 

10. Herðubreið rekstrarsamningur.

Lögð fram tilboðslýsing dagsett 30.06.16 með uppfærðum samningsdrögum frá 14.02.17 og samanburði  á kostnaðaráætlun og tilboði Celiu Harrisson, LungAskólans og Sesselju Jónasardóttur frá ágúst 2016. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 27-31 milljón króna. Tilboð tilboðsgjafa hljóðar upp á 16.800.000.

 

Til máls tók bæjarstjóri, Örvar, Margrét, Hildur, Elfa Hlín, Arnbjörg og Örvar.

 

Örvar leggur fram eftirfarandi tillögu :

„Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir áliti frá umboðsmanni Alþingis og ráðuneytum sem fara með málefni félagsheimila, á því hvort slíkur rekstrarsamningur samræmist lögum um félagsheimili nr. 107/1970.“

 

Tillagan felld með sex atkvæðum gegn einu.

 

„Bæjarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við tilboðsgjafa og starfsemi og rekstur félagsheimilis Herðubreiðar.“

 

Tillaga samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.

 

Örvar óskar eftir að gera grein fyrir atkvæði sínu :

„Í ljósi þess að ég tel óeðlilega mikla leynd yfir hvernig mál varðandi rekstrarfyrirkomulag Félagsheimilisins Herðubreiðar hafa þróast, ófullnægjandi upplýsingar um fjármagnsliði samningsins og þess að ég tel fyrirkomulagið hugsanlega brjóta í bága við 5. gr. laga um félagsheimili nr. 107/1970, þá sé ég mér ekki annað fært en að greiða atkvæði gegn rekstrarsamningnum.“

 

11. Reglur um afslátt af fasteignaskatti.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti árið 2017“.

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

12. Fundargerð hafnarmálaráðs dags. 23.01.17 

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Örvar og bæjarstjóri.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

Fundi slitið kl. 18:07.